fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir heimilisofbeldi í Kópavogi- Lamdi fyrrverandi á aðfangadag

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júní 2024 07:49

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu sinni.  Í nafnhreinsuðum dómnum á vef dómstólsins kemur fram að parið hafi gengið í hjónaband árið 2016 en þremur árum síðar slitnaði upp úr sambandinu. Í lok árs 2021 hafi eiginkonan skotið húsaskjóli yfir sinn fyrrverandi í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í Kópavogi.  Um tímabundna lausn var að ræða en maðurinn ílengdist á heimilinu þó að sambúðin hafi gengið illa, meðal annars vegna áfengisneyslu mannsins.

Maðurinn var ákærður fyrir tvö ofbeldisbrot gegn sinni fyrrverandi. Hið fyrra átti sér stað þann 3. janúar 2022 en þá lamdi maðurinn konuna fjórum til fimm sinnum með þungri steikarpönnu í kjölfar rifrildis svo blæddi úr konunni. Síðara ofbeldisbrotið átti sér á aðfangadag sama ár en þá löðrungaði maðurinn sína fyrrverandi tvisvar sinnum með flötum lófa á háls og eyra hennar.

Hann neitaði sök í báðum ákæruliðum.

Sá um framfærslu síns fyrrverandi

Í dómnum kemur fram að parið hafi kynnst erlendis, í ótilgreindu landi, árið 2015 en gengið í hjónaband hér á landi árið 2016. Kemur fram í dómnum að maðurinn sé félagslega einangraður hér á landi og þekki fáa aðra en sína fyrrverandi. Upp úr hjónabandinu slitnaði árið 2019, eins og áður segir, meðal annars vegna óreglu mannsins. Samband þeirra hafi þó verið ágætt eftir skilnaðinn en maðurinn þó haldið mikið til á heimili sinnar fyrrverandi og hún séð um framfærslu hans og veitt honum ýmiskonar aðstoð.

Konan á börn frá fyrra sambandi og kemur fram að þau hafi verið afar ósátt við framkomu mannsins gagnvart móður þeirra og meðal annars reynt að kaupa undir hann flugfar af landi brott. Sú lausn hafi ekki gengið eftir.

Niðurstaða dómstólsins var sú að framburður konunnar væri í báðum ákæruliðum einlægur, stöðugur og hófstilltur og væri studdur sönnunargögnum á vettvangi og rímaði við framburð lögreglumanna sem komu á vettvang. Það sama gilti ekki um frásögn eiginmannsins fyrrverandi.

Maðurinn, sem ekki hefur áður komist í kast við lögin, var því dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára. Að auki var honum gert að greiða fyrrverandi eiginkonu sinni eina milljón króna í miskabætur en hún hafði farið fram á 1,5 milljónir. Að auki þarf maður að greiða sakarkostnað upp á tæpar 2,2 milljónir króna.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“