fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

„Kallaðar annars vegar drusla og hins vegar hóra einfaldlega fyrir það að vinna vinnuna sína“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júní 2024 13:53

Alma Mjöll og Ragnhildur Myndir: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Mjöll Ólafsdóttir og Ragnhildur Þrastardóttir blaðakonur á Heimildinni segja það með öllu ólíðandi hvernig komið er fram við og talað við blaðakonur þegar þær sinna starfi sínu. Skora þær á Blaðamannafélag Íslands að halda málþing um stöðu kvenna í stéttinni.

„Á stuttum tíma hafa tvær blaðakonur á Heimildinni verið kallaðar annars vegar drusla og hins vegar hóra einfaldlega fyrir það að vinna vinnuna sína. Það er með öllu ólíðandi hvernig er talað um blaðakonur og hvernig er komið fram við þær. Ég skora á Blaðamannafélag Íslands, sem mér finnst vera að vinna alveg æðislegt starf, að halda málþing um stöðu kvenna í blaðamannastéttinni og athuga hvort það sé hreinlega meira um að konur hætti í stéttinni eða brenni út en karlkyns samstarfsfélagar þeirra. Nú er ég ekki að segja að það sé auðvelt að vera karlkyns blaðamaður heldur en nú þarf aðeins að varpa ljósi á það hvernig er að vera kona í þessari stétt,“ segir Alma í færslu á Facebook.
„Það er ekki af ástæðulausu sem margar af mínum fyrirmyndum í stéttinni eru hættar að vinna sem blaðakonur, langt áður er ferli þeirra hefði átt að ljúka,“ segir Alma og segir að í hún muni vera með vesen „svo lengi sem einhver dirfist að kalla samstarfskonur eða kollega hórur eða druslur eða hvað annað álíka ógeðslegt mun ég vera með vesen. Það getið þið bókað.“

Ragnhildur setti inn færslu í hópinn Stjórnmálaspjallið á Facebook þar sem hún óskaði eftir viðmælendum um fylgistap VG. Og sagðist hún vilja tala við þá sem höfðu kosið flokkinn áður.

Karlmaður svaraði færslunni og kallaði Ragnhildi „hóra og starfa fyrir VG meina Heimildina. Það nennir þér engin!“

Mynd: Skjáskot Facebook

Ragnhildur tekur undir orð samstarfskonu sinnar og segir:

„Ég var kölluð hóra í gær fyrir það eitt að leita að viðmælendum fyrir grein sem ég er að vinna. Það er ekki í fyrsta sinn sem slíkum óhroða er hreytt í mig eða kvenkyns kollega mína fyrir það eitt að vinna vinnuna okkar. Virðing fyrir konum í stéttinni er óheyrilega lítil og ég er viss um að það er stór ástæða fyrir því að hæfileikaríkar konur sem við þurfum til þess að halda uppi öflugri samfélagsumræðu hætta í blaðamennsku. Ég tek undir hvert orð Ölmu Mjallar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim