fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Hryllingur á akbrautinni – Ákærður fyrir tilraun til manndráps eftir lífshættulega hnífstungu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 12. júní 2024 18:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. júní verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem Héraðssaksóknari hefur ákært fyrir tilraun til manndráps.

Þinghöld eru lokuð í málinu. Í ákæru sem DV hefur fengið afhenta frá héraðssaksóknara er nafn ákærða afmáð sem og dagsetning glæpsins, en þó tekið fram að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt laugardags á þessu ári.

Hinn ákærði er sagður hafa ráðist með hnífi á annan mann, á akbraut í Reykjavík. Hann hafi stungið hnífnum í vinstri öxl og hægri síðu brotaþola með þeim afleiðingum að brotaþoli hlaut opið sár á vinstri öxl, opið sár hliðlægt framanvert á brjóstkassa hægra megin og loft – og blóðbrjóst.

Héraðssaksóknari krefst þess að hinn ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig er þess krafist að hnífurinn sem hann beitti í árásinni verði gerður upptækur.

Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um miskabætur upp á tæplega 5,2 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga