fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Sérkennileg tengsl á milli Ungverjalands og Hlíðasmára – Ólafur ákærður í annað sinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. júní 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir nokkrum dögum var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað á hendur Ólafi Guðjóni Haraldssyni fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum.

Brotin er Ólafur sagður hafa framið sem framkvæmdastjóri og stjórnarmaður félagsins B1100. Er hann sagður hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti sem nemur 101.731.414 kr. og ennfremur ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda upp á rúmlega 70 milljónir króna.

Félagið B1100 var úrskurðað gjaldþrota í október árið 2022. Í fyrirtækjaskrá Skattsins er lögheimili þess skráð að Hlíðasmára 2. Aldrei hafa hins vegar verið ummerki um fyrirtækið hafi haft aðsetur þar. Raunverulegur eigandi að B1100 er skráður Guðmundur Oddur Þorgeirsson en fyrirtækið er sagt hafa sinnt byggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis.

Annað málið tengt Hlíðasmára 2

Ólafur Guðjón Haraldsson hefur a.m.k. einu sinni áður verið ákærður fyrir skattsvik en síðasta málinu gegn honum var vísað frá dómi. Í ágústmánuði í fyrr avar Sigurður Kristinn Árnason, sem einnig býr í Ungverjalandi, ákærður fyrir að hafa vanframtalið eigin tekjur á skattframtölum 2018 til 2019 sem nemur samtals tæplega 70 milljónum króna, en vangreiddur tekjuskattur og útsvar nema tæplega 28 milljónum króna samkvæmt ákæru. Hins vegar var hann ákærður, ásamt Ólafi Guðjóni Haraldssyni,  fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum í rekstri einkahlutafélagsins BC1. Var fyrirtækið til húsa að Hlíðasmára 2 í Kópavogi og rak starfsmannaleigu og bílaleigu.

Sem fyrr segir var ákæru gegn Ólafi vísað frá í þessu máli en Sigurður Kristinn Árnason var sakfelldur og dæmdur til að greiða tæplega 200 milljóna króna sekt, auk fimm mánaða fangelsis og níu mánaða skilorðs.

DV hefur ekki skýringar á því hvers vegna félög sem mennirnir tengjast eru skráð með lögheimili að Hlíðasmára 2 þegar ekkert bendir til að þau hafi nokkurn tíma starfað þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst