fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Fréttir

Kolbrún kvíðir sumrinu: Íþróttirnar taka yfir í sjónvarpinu – „Mikil þjáning bíður manns“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. júní 2024 08:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir, hin þrautreynda fjölmiðlakona, er ekki stærsti íþróttaáhugamaður landsins. Hún gerir íþróttir í sjónvarpi að umtalsefni í pistli í Morgunblaðinu í dag og rifjar upp landsleik Íslands og Austurríkis í knattspyrnu kvenna í sjónvarpi allra landsmanna síðastliðinn þriðjudag.

„Enn einu sinni gerðist það, nú á þriðjudagskvöldi á besta sjónvarpstíma, að sýnt var beint frá fótboltaleik á RÚV. Enn einu sinni þurfti maður að bíta á jaxlinn og sætta sig við ofríki íþróttaheimsins. Ofríki sem RÚV bugtar og beygir sig fyrir,“ segir Kolbrún sem furðar sig á því að aukarásin RÚV 2 sé ekki notuð fyrir útsendingar eins og þessar.

„Hún þykir víst ekki henta. Auglýsendur vilja auglýsa á aðalrásinni. RÚV vill alltaf pening, sem væri í lagi ef það skilaði sér í betri dagskrá. Þar þarf ekki enn eina framhaldsþáttaröð eins og þá finnsku um tilvistarvanda kvenna á breytingaskeiðinu. Þáttaröð sem virðist aldrei ætla að taka enda.“

Kolbrún segist hafa frétt út undan sér að útsendingin frá fótboltanum í síðustu viku sé einungis forsmekkur af því sem koma skal.

„Evrópumót í knattspyrnu fer að halda innreið sína og mun standa vikum saman með tilheyrandi raski á hefðbundnum dagskrárliðum. Svo er einnig von á Ólympíuleikum. Hvað verður um mann? Sjálfsagt er maður að gera stórfelld mistök með því að byggja hluta tilveru sinnar á dagskrá RÚV. Þar á bæ er eins og það sé lögmál að maður þurfi að líða fyrir það að hafa ekki áhuga á íþróttum. Enn einu sinni er reynt að þröngva þeim upp á mann. Mikil þjáning bíður manns.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta
Fréttir
Í gær

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar
Fréttir
Í gær

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“