fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Rússneskir hermenn sagðir skjóta hver annan á vígvellinum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2024 04:07

Rússneskir hermenn á hersýningu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að rússneski herinn réðst inn í Úkraínu í febrúar 2022 hefur hann átt í vandræðum með að liðsmenn hans skjóta á hver annan og verða jafnvel að bana.

Þetta kemur fram í daglegri stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins en ráðuneytið birtir daglegar stöðufærslur um gang stríðsins.

Ráðuneytið segir að nú síðast hafi rússneska herlögreglan lýst eftir eftir fyrrverandi fanga, sem var fenginn til liðs við herinn, sem er sagður hafa banað sex rússneskum hermönnum í byrjun mánaðarins.

Ráðuneytið segir að fyrrum refsifangar, sem hafa verið sendir beint á vígvöllinn úr fangelsum, séu stærsti hópur þeirra sem tengjast skotárásum á aðra hermenn.

Þess utan hafa átök blossað upp á milli mismunandi hópa, oft á grunni uppruna hermannanna, í rússneska hernum. Á síðasta ári lenti rússneskum hermönnum saman við hermenn frá Téteníu með þeim afleiðingum að 11 féllu í valinn. Áfengisneysla er sögð hafa komið sterklega við sögu í því máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Í gær

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Í gær

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Í gær

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“
Fréttir
Í gær

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Í gær

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“

Innflytjendur mótmæla niðurskurði til íslenskukennslu – „Hvernig ætlum við að gera þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa