fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

„Áhorfendur áttu betra skilið“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2024 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins segir að sumar af þeim spurningum sem Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forsætisráðherra, fékk í Forystusætinu á RÚV í vikunni hafi verið furðulegar.

Í þáttunum er rætt við frambjóðendur til embættis forseta Íslands og var Katrín í þætti gærkvöldsins.

Sjá einnig: Jóhanna Vigdís fær á baukinn eftir viðtal við Höllu Hrund: „Furðulegar spurningar satt að segja“

Í staksteinum dagsins í dag kemur fram að margt misskynsamlegt hafi verið rætt um eðli forsetaembættisins á undanförnum vikum.

„Ýmsar hug­mynd­ir um hlut­verk, valdsvið og áhrifa­vald for­seta ekki all­ar í sam­ræmi við raun­veru­leik­ann. For­seti get­ur látið sér annt um til­tek­in mál, en lítið hlutast um þau. Af sama meiði er tafs um „mál­skots­rétt“ for­seta, sem snýst aðeins um synj­un staðfest­ing­ar laga, eða stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð, sem oft er látið með eins og heil­agt gral en hef­ur sára­lítið gildi,“ segir höfundurinn og snýr sér svo að Forystusætinu.

„Von­ir stóðu til að umræðan yrði jarðbundn­ari í For­yst­u­sæt­inu á Rúv. þar sem Sig­ríður Hagalín Björns­dótt­ir las upp spurn­ing­ar fyr­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur. Hún svaraði raun­ar fum­laust og skyn­sam­lega, en sum­ar spurn­ing­arn­ar þeim mun furðulegri.“

„Þannig sagði Sig­ríður að for­seti væri „umboðsmaður al­menn­ings gagn­vart fram­kvæmda­vald­inu“, sem er hug­ar­burður. For­seti þarf að staðfesta lög frá Alþingi, en hef­ur ekk­ert yfir fram­kvæmda­vald­inu að segja annað en að skipa rík­is­stjórn að til­lögu til­von­andi for­sæt­is­ráðherra.“

Þá gagnrýnir staksteinahöfundur að Sigríði hafi verið hugleikið að Katrín gæti orðið vanhæf sem forseti við myndun ríkisstjórna þar sem hún hefði starfað í hinni „vanhelgu“ stjórnmálastétt eins og það er orðað í Morgunblaðinu.

„Ligg­ur þó vel fyr­ir að for­seti er aldrei van­hæf­ur því aðrir fram­kvæma vald hans. Svo hún skáldaði hug­takið „siðferðis­lega van­hæf“ og mælti af drama­tísk­um þunga. Áhorf­end­ur áttu betra skilið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns

Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að hefja nýja rannsókn á Geirfinnsmálinu – Bókarhöfundar nafngreindu meintan banamann Geirfinns
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fréttir
Í gær

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram
Fréttir
Í gær

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Í gær

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina