fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. maí 2024 13:30

Skjáskot úr myndbandi af árásinni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti fjórir grímuklæddir og þungvopnaðir menn sátu fyrir fangaflutningabíl í Normandí í Frakklandi rétt fyrir hádegi í dag. Tókst þeim að stöðva bílinn með því að keyra öðrum bíl á flutningabílinn og hófu þeir síðan skothríð úr Kalashnikov-riflum á fangaverðina í bílnum. Þrír þeirra létust í árásinni og að minnsta kosti þrír særðust. Á vef Daily Mail má finna myndband af árásinni. 

Tókst byssumönnunum að því er virðist ætlunarverk sitt sem var að frelsa hinn 30 ára gamla Mohammed Amra, sem er alræmdur fíkniefnabarón ytra sem ber viðurnefnið „Flugan“. Flúðu byssumennirnir og Amra af vettvangi í kjölfarið í tveimur bílum en annar þeirra fannst í ljósum logum skömmu síðar.

Árásin átti sér stað við tollahlið nærri bænum Val-de-Reuil í Normandí en verið var að flytja „Fluguna“ milli fangelsa í bæjunum Rouen og Evreux.

Amra var að afplána 18 mánaða dóm fyrir ýmis rán en hann hefur einnig afplánað dóm vegna tilraunar til manndráps. Þá hefur hann einnig verið ákærður fyrir aðkomu sína að morði í Marseille í júní 2022 og átti því mögulega yfir höfði sér þungan dóm.

Hann er talinn vera höfuðpaur fíkniefnahrings og afar hættulegur. Um helgina gerði hann aðra tilraun til að flýja en sú tilraun heppnaðist ekki.

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, birti fyrir stundu stutta yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sagði að árásin væri áfall fyrir alla Frakka. Þjóðin myndi standa þétt við bakið á fjölskyldum hinna látnu, hinum særðu og kollegum þeirra.

„Verið er að gera allt til þess að finna þá sem bera ábyrgð á þessum glæp svo hægt sé að kalla yfir þá réttlæti í nafni allra Frakka,“ sagði Macron.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum