fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Þess vegna bauð Snorri sig ekki fram til forseta að þessu sinni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2024 08:30

Snorri Ásmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Ásmundsson, myndlistarmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, skrifar skemmtilegan pistil í Morgunblaðið í dag þar sem hann útskýrir hvers vegna hann ákvað að bjóða sig ekki fram til forseta.

„Ég skil ekki þessa þjóð, þess vegna væri ég ekki gott sam­ein­ing­ar­tákn og það var rétt og heiðarlegt af mér að gefa ekki kost á mér í for­seta­embættið í ár. Mér finnst líka gam­an að vera ekki for­seti og þetta embætti er líka hlægi­legt fyr­ir stór­brot­inn mann eins og mig,“ segir hann í pistlinum og heldur áfram:

„Ég er prins og flest­um prins­um fynd­ist kjána­legt að taka þátt í svona at­vinnu­viðtöl­um í feg­urðarsam­keppn­is­stíl. Mér finnst for­setafram­bjóðend­urn­ir í ár marg­ir hverj­ir góðir kandí­dat­ar í því sem þeir eru að gera í líf­inu og vil eng­um það að þurfa að vera í starfi for­seta.“

Snorri segir að Vigdís Finnbogadóttir hafi eitt sinn hvíslað því að honum þegar hann var í framboði fyrir 20 árum að það væri ekkert sérstaklega skemmtilegt starf að vera forseti.

„En ég sé þó nokkra af þeim sem eru í fram­boði nú al­veg fyr­ir mér sem glæsi­lega for­seta. Mér fannst skemmti­legra að vera fjall­kona en for­setafram­bjóðandi og þótt ég yrði frá­bær for­seti er ég betri pí­anó­leik­ari og miklu betri kokk­ur,“ segir hann og endar grein sína á að óska þeim frambjóðendum velfarnaðar sem eru í framboði til forseta Íslands að þessu sinni.

Snorri var í viðtali í Lestinni á Rás 1 á dögunum og þar sagði Snorri að hann hefði fengið margar áskoranir um að bjóða sig fram.

„Margir eru í fýlu yfir að ég sé ekki að fara fram. En svo er nokkuð sem fólk gleymir, eða kemur á óvart, og það er að það eru tuttugu ár síðan ég var framboði,“ sagði Snorri sem var opinber forsetaframbjóðandi fyrir kosningarnar 2004. Hann dró framboð sitt til baka áður en kom að því að skila inn meðmælalista. Þó hann hafi ekki farið aftur í forsetaframboð hefur hann í tvígang boðið sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins en ekki haft erindi sem erfiði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld

Segir vont aðgengi að Keflavíkurflugvelli vegna bílastæðagjalda – Að leggja bílnum geti jafnvel kostað meira en flugfargjöld
Fréttir
Í gær

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“

Hlédís gagnrýnir gellupólitík – „Staðreyndin er sú að konur skipa flest æðstu embætti í dag“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“

Mótmæla Sundabraut harðlega – „Gufunes er ekki bara tómt landsvæði til að fylla af malbiki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum

Lögreglumaður á vakt í Eyjum skipti sér af ágreiningi sem var ekki lögreglumál – Persónulega tengdur öðrum aðilanum