fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Dýrasti bjórinn í Reykjavík – Ódýrasti í Minsk

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. apríl 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýrasta bjórglasið á veitingastað í gervallri Evrópu má finna í Reykjavík. Þetta kemur fram í nýrri greiningu þýska ferðaþjónustuvefsins OMIO.

Samkvæmt greiningunni kostar bjórglasið (pint, hálfpottur) 10,07 evrur í Reykjavík eða 1.519 krónur. Það næstdýrasta er í Osló í Noregi, 9,51 evru. Þessar tvær borgir eru í sérflokki hvað varðar dýran bjór. Í öðrum kostar glasið 8 evrur eða minna.

Á eftir Reykjavík og Osló koma Helsinki í Finnlandi, London í Bretlandi, Mónakó, Kaupmannahöfn í Danmörku, París í Frakklandi, Bern í Sviss, Stokkhólmur í Svíþjóð og Dublin í Írlandi.

Ódýrasta bjórinn má finna í Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlands. Þar kostar glasið aðeins 1,05 evru, eða 158 krónur. Um einn tíunda af því sem glasið kostar í Reykjavík.

Næst ódýrasta bjórinn má finna í Sófíu í Búlgaríu og þar á eftir kemur Prag í Tékklandi sem er ein þekktasta bjórborg álfunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“