fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. apríl 2024 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál gegn þremur mönnum sem eru ákærðir fyrir húsbot og skotárás inni á heimili fjölskyldu á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld árið 2023.

Aðalsakborningurinn er ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, hættubrot og vopnalagabrot með því að hafa ásamt öðrum manni ruðst grímuklæddur inn á heimili fjölskyldu á aðfangadagskvöld. Er hann sagður hafa skotið þar án viðvörunar samtals sex skotum úr skammbyssu að níu ára stúlkubarni og föður hennar en faðirinn skýldi barninu á meðan skothríðinni stóð. Fjögur skot höfnuðu á vegg hægra megin við inngang herbergisins þar sem þau breyttu um stefnu inn í stofuna þannig að ákoma myndaðist á glerplötu sófaborðs og innra byrði rúðu brotnaði. Eitt skot fór í gegnuum hægri hurðarstaf og inn í svefnherbergi barnsins þar sem það endaði á milli miðstöðvarofns og gluggakistu.

Í ákæru er skotmaðurinn sakaður um að hafa á ófyrirleitinn hátt stofnað lífi og heilsu allra í íbúðinni í augljósan háska. Barnið hlaut eymsli í andliti eftir að óþekkt brak hafnaði andliti hennar í kjölfar þess að eitt skotið hafnaði á hörðum fleti.

Þaulskipulagt brot

Tveir aðrir menn eru ákærðir fyrir hlutdeild í brotum skotmansnins. Einn er sakaður um að hafa liðsinnst honum við undirbúning og framkvæmd brotsins með því að ryðjast grímuklæddur með honum inn í íbúðina og með því að hafa greitt þriðja aðila 80.000 krónur fyrir að aka þeim á staðinn, ásamt því að skilja farsíma sinn eftir, taka með föt til skiptanna og aðstoða við að skipta um númeraplötur á bíl sem mennnirnir voru á, allt til að villa um fyrir lögreglu.

Sést á lýsingum í ákæru að glæpurinn var þaulskipulagður af hálfu mannanna.

Þriðji maðurinn er síðan ákærður fyrir hlutdeild í brotinu með því að hafa ekið mönnunum á vettvang gegn 80 þúsund króna greiðslu.

Skotvopnið sem notað var í árásinni er skammbyssa af gerðinni Colt, gerð fyrir 45 kalíbera skot. Í ákæru er krafist upptöku skotvopnsins. Þess er jafnframt krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Amma barnsins varð vitni að árásinni

Fyrir hönd heimilisföðurins sem varð fyrir árásinni ásamt barni sínu er krafist miskabóta upp á þrjár og hálfa milljón króna. Af hálfu móður mannsins, sem var á heimilinu er glæpurinn var framinn, er krafist tveggja milljóna króna í miskabætur vegna innrásar og skotárásar á heimili hennar, auk manndrápstilraunar gegn syni og barnabarni, en konan varð vitni að árásinni.

Fleira fólk sem var á heimilinu þegar árásin var gerð krefst miskabóta, alveg niður í 400 þúsund krónur, en samtals nema miskabæturnar yfir 12 milljónum króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum
Innkalla rakettupaka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði

ESB hefur áhyggjur af makrílsamkomulagi Íslands og þriggja annarra ríkja – Mikil ofveiði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“

Miðflokksmaður ver myndbandið umdeilda – „Hvers vegna sér ungt fólk ekki framtíð á Íslandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök

Hafnarfjarðarbær fer aftur í hart við bindindissamtök
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“

Fjárhagslegt ofbeldi og vanræksla gagnvart eldra fólki – „Í mörgum tilfellum á ofbeldið sér stað innan fjölskyldu“