fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Zelenskyy segir að nú eigi Úkraína möguleika á að sigra í stríðinu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 22. apríl 2024 06:30

Volodymyr Zelenskyy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Takk Bandaríkin. Þetta mun koma í veg fyrir að stríðið breiðist út og þetta mun bjarga þúsundum og aftur þúsundum mannslífa.“ Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu eftir að ljóst var að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafði samþykkt að veita 60 milljörðum dollara til aðstoðar Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi.

Zelenskyy sagði að þessi nýi hjálparpakki  sendi sterk skilaboð um að landið hans verði ekki „annað Afganistan“.

„Með þessum pakka senda Bandaríkin þau skilaboð að þau standi með Úkraínu. Úkraína á nú möguleika á að sigra,“ sagði hann.

Zelenskyy sagði að Úkraína þurfi einna helst á langdrægum vopnum að halda og loftvarnarkerfum.

Þverpólitískur stuðningur var við hjálparpakkann í fulltrúadeildinni en hluti þingmanna Repúblikanaflokksins hafði haldið frumvarpinu í frosti mánuðum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin