fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Trygglyndur hundur vék ekki frá eiganda sínum í bráðum lífsháska og galt fyrir það með lífi sínu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. mars 2024 16:30

Af vettvangi í Cornwall

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundaeiganda nokkrum var bjargað við illan leik úr bráðri lífshættu úr klettum við Perranporth-strönd, nærri Cornwall í Suðvestur-Englandi, í vikunni. Björgunaraðilar náðu þó ekki að bjarga trygglyndum hundi mannsins, sem vék hvergi frá hlið eiganda síns í lífsháskanum en málið hefur vakið nokkra athygli ytra og syrgja margir örlög ferfætlingsins.

Slysið átti sér stað síðastliðinn miðvikudag.  Maðurinn var á gangi með hundi sínum í hinu ægifagra umhverfi þegar honum skrikaði fótur og féll niður á nærliggjandi kletta. Þar lá maðurinn í sjálfheldu en en blessunarlega heyrðu aðrir vegfarendur í neyðarópum hans og kölluðu til viðbragðsaðila sem komu þegar á staðinn.

Náðu ekki til hundarins

Sérstaklega vont veður var á þessum slóðum og var gerður út björgunarbátur til að ná til mannsins auk þess sem þyrlusveit var kölluð út.

Maðurinn slasaðist illa á fæti en sjónarvottar hafa greint frá því að hundur hans, sem sennilega dróst niður með honum í fallinu hafi ekki vikið frá honum á þessari ögurstundu. Að endingu komst sigmaður í björgunarþyrlu að manninum og hífði hann á brott en náði ekki til hundarins.

Björgunarmenn gerðu nokkrar heiðarlegar tilraunir til ná til hundarins en veðrið versnaði hratt og að endingu var metið sem svo að frekari tilraunir væru of hættulegar en þá mátti greina að hundurinn var að berjast fyrir lífi sínu í öldurótinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus

Elín Edda ráðin fjármálastjóri Fastus
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“

Anna breytti þessu eftir að hún kom að alvarlegu bílslysi – „Ég lærði af reynslunni“
Fréttir
Í gær

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur

Segja Trump hafa neyðst til að taka u-beygju varðandi Epstein-skjölin en sé alls ekki sáttur
Fréttir
Í gær

FÍF boðar til yfirvinnubanns

FÍF boðar til yfirvinnubanns
Fréttir
Í gær

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum

Kallar eftir því að einhverfur vinur hennar fái tækifæri á vinnumarkaðinum
Fréttir
Í gær

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað

Bræður sakfelldir fyrir að þvætta tugi milljóna og annar fyrir að tilkynna ranglega um líkamsárás í sumarbústað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“

Færsla um tekjur öryrkja vekur úlfúð – „Er þetta ekki ágætis innkoma?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi

Var áður einn helsti stuðningsmaður Trump en fær nú að kenna á fúkyrðaflaumi