fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Vonarglæta fyrir Assange eftir að breskir dómstólar setja Bandaríkjunum stólinn fyrir dyrnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2024 11:26

Julian Assange. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stofnandi Wikileaks, Julian Assange, gæti mögulega komist undan framsali til Bandaríkjanna, en dómstólar í Bretlandi komust í dag að þeirri niðurstöðu að heimila Assange að áfrýja ákvörðun um framsal, verði Bandaríkin ekki við kröfu um að tryggja ákveðin réttindi uppljóstrarans. USA Today greinir frá.

Árum saman hafa Bandaríkin freistað þess að fá Assange framseldan svo hann megi svara til saka fyrir meintar njósnir. Málflutningur bandarískra yfirvalda grundvallast á því að Assange hafi í raun ekki uppljóstrað um ríkisleyndarmál Bandaríkjanna sem blaðamaður heldur sem njósnari eða tölvuglæpamaður. Hefur íslenski glæpamaðurinn Sigurður Ingi Þórðarson spilað lykilhlutverk í þeim málflutning, og það þrátt fyrir að Sigurður hafi gengist við því að hafa logið að bandarísku alríkislögreglunni í samtali við blaðamann Stundarinnar árið 2021.

Dómstólar í Bretlandi vilja nú fá það á hreint frá bandarískum stjórnvöldum að Assange muni njóta þeirrar verndar sem stjórnarskrá landsins á að tryggja hvað varðar tjáningarfrelsi og eins að ekki sé til álita að beita dauðarefsingu í máli hans, verði hann sakfelldur.

Assange hefur barist gegn framsali í 12 ár. Sjö árum varði hann í skjóli sendiráðs Ekvador í London en síðustu fimm árunum hefur hann varið í öryggisfangelsi í Bretlandi. Árið 2019 var mál þingfest gegn blaðamanninum í Bandaríkjunum þar sem hann er sakaður um njósnir í 17 ákæruliðum og fyrir misnotkun á tölvutækni. Málið varðar birtingu Wikileaks á trúnaðarskjölum bandarískra stjórnvalda og bandaríska hersins.

Breskir dómstólar telja greinilega ástæðu til að ætla að Bandaríkin ætli ekki að tryggja Assange sanngjarna meðferð fyrir dómi en dómstóllinn sagði í niðurstöðu sinni:

„Ekki nema fullnægjandi tryggingar verði lagðar fram af Bandaríkjunum, munum við heimila áfrýjun,“ en dómstóllinn rakti að Assange njóti mannréttinda eins og aðrir og þar með tjáningarfrelsi. Bandaríkin hafa þrjár vikur til að verða við áskoruninni. Saksóknari Bandaríkjanna heldur því fram að Assange hafi stofnað lífum í hættu með því að hjálpa uppljóstraranum Chelsea Manning að stela trúnaðargögnum sem Wikileaks svo birtu.

Assange hefur á móti bent á að sem blaðamaður njóti hann friðhelgi frá saksókn vegna vinnu sinnar. Hér hafi hann sem blaðamaður opinberað upplýsingar um stríð Bandaríkjanna í Írak og Afganistan sem hafi verið bæði skaðlegar og neyðarlegar fyrir bandarísk yfirvöld. Eins hafi gögnin varpað ljósi á mannréttindabrot gegn stríðsföngum Bandaríkjanna sem haldið var í Guantanamo Bay við Kúbu. Gögnin sjálf og umfjöllun um þau hafi verið frétt.

Þessu er ákæruvaldið ósammála og heldur því fram að ekki sé hægt að tala um eiginlega blaðamennsku þar sem Assange hafi ekki tekið nein viðtöl eða leitast við að setja gögnin í samhengi. Ekki sé hægt að birta bara stolin gögn og kalla það blaðamennsku.

Stuðningsmenn Assange telja ljóst að hér snúist mál ekki um hvað sé rétt eða hvað sé rangt að lögum. Assange hafi niðurlægt bandarísk stjórnvöld og fyrir það eigi að refsa honum, svo öðrum fari ekki að detta í hug að leika þetta eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar