fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Árný ósátt við Gísla Martein og Berglindi: „Fyrirgefið, en ég skil þetta engan veginn“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2024 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að innslag Berglindar Pétursdóttur, eða Berglindar Festival, í þættinum Vikan með Gísla Marteini síðastliðinn föstudag hafi valdið fjaðrafoki.

Berglind fór þá á stúfana og spurði vegfarendur út í páskahátíðina og var með stærðarinnar kross með sér. Meðal þeirra sem gagnrýndu Berglindi og Gísla Martein voru prestshjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir sem gerðu það í aðsendri grein á Vísi.

Í morgun birtist grein eftir Árnýju Björg Blandon á sama vettvangi þar sem hún gagnrýnir innslagið.

„Mikið væri gaman að vita hvað hefði gerst í þættinum Vikan með Gísla Marteini, ef önnur trúarbrögð hefðu verið tekin fyrir, gert grín að þeim og hlegið dátt? Þá hefði Rúv sjálfsagt verið kennt um rasisma, og fordóma, jafnvel ofbeldi. Sem er eðlilegt. Er í lagi að hæða kross Jesú Krist og kristna trú sem er arfur okkar Íslendinga? Og rétt fyrir páskahátíðina í þokkabót!“

Árný veltir fyrir sér hvort RÚV og Gísli Marteinn hafi vitað af því að Berglind Pétursdóttir ætlaði að taka fyrir kristna trú og gera grín að henni.

„Fyrirgefið, en ég skil þetta engan veginn enda held ég að mörgum Íslendingum hafi ekki stokkið bros [á] vör. Aðrir kannski verið meðvirkir. Og kynslóðir sem hafa ekki hugmynd um af hverju við höldum páska fundist þetta fyndið af því að mörg þeirra þekkja ekki ástæðuna fyrir því að við höldum þessa heilögu hátíð.“

Árný segir að RÚV, Gísli Marteinn og Berglind megi alveg biðjast afsökunar, jafnvel fyrirgefningar, á þessu innleggi sínu.

„Það myndi sýna smá manndóm, eftirsjá og virðingu fyrir þeim sem ganga inn í þessa páskahátíð full þakklætis fyrir það sem Jesús Kristur gerði með krossdauða sínum og upprisu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar