fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Lord of the Rings stjarna baunar á forsetann – ,,Þetta er algjör óþarfi“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. mars 2024 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Viggo Mortensen er mikill stuðningsmaður Real Madrid og reynir að fylgjast með flestum leikjum liðsins.

Mortensen er leikari sem margir kannast við en hann lék til að mynda Aragorn í kvikmyndunum Lord of the Rings.

Að sögn Mortensen er vitleysa hjá Real að fá til sín Kylian Mbappe í sumar en hann er líklega á leið til félagsins frá Paris Saint-Germain.

Mortensen telur að Real þurfi ekki á þjónustu Mbappe að halda og að skiptin tengist aðeins forseta félagsins, Florentino Perez.

,,Real Madrid þarf ekki á Kylian Mbappe að halda. Þetta snýst bara um egó forsetans, Florentino Perez,“ sagði Mortensen.

,,Við erum með það sem við þurfum í Jude Bellingham og Rodrygo, þetta er algjör óþarfi.“

,,Hann hefði átt að koma til Real fyrir tveimur árum, í dag er það einfaldlega of seint.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar