fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Dómur yfir nauðgara mildaður – Skilaboð á Snapchat felldu Ómar Örn aftur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 23. mars 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest sakfellingu Héraðsdóms Suðurlands á Ómari Erni Reynissyni fyrir nauðgun. Ómar er fæddur árið 1996. Hann neitaði sök og var framburður hans, sem og framburður konunnar sem kærði hann fyrir nauðgun, metinn trúverðugur. Skilaboð Ómars í gegnum Snapchat til brotaþola urðu honum hins vegar að falli og metur Landsréttur, jafnt og héraðsdómur, skýringar hans á ummælunum ótrúverðugar.

Í ákæru er glæpnum, sem framinn var sumarið 2020, lýst svo:

„fyrir nauðgun, með því að hafa að morgni […] 2020, á þáverandi heimili […], haft samræði og önnur kynferðismök við X, án hennar samþykkis, með því að stinga
fingri í leggöng X er hún svaf og eftir að X hafði látið hann vita að hún vildi þetta ekki og sofnað á ný, haft við hana samræði, en hún gat ekki spornað við
verknaðinum sökum svefndrunga, og eftir að hún vaknaði og ákærði varð þess var, haldið áfram að hafa við X samræði án þess að hafa til þess samþykki hennar og
beitt hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, með því að halda henni fastri og láta ekki af háttseminni þrátt fyrir að X hafi látið hann vita að hún vildi þetta ekki, grátið og
reynt að ýta honum burt og losa sig.“

Brotaþolinn og Ómar kynntust á stefnumótaforritinu Tinder og hittust af og til um nokkurt skeið. Þau horfðu saman á sjónvarpsrásina Netflix og höfðu kynmök sem stúlkan, sem er nokkuð yngri en ákærði (aldur ekki tilgreindur), var treg til en lét undan. Hins vegar gerðist það eftir að stúlkan sofnaði að hún vaknaði við að maðurinn var að brjóta á henni. Hann hélt henni fastri þannig að hún gat ekki losað sig.

Stúlkan leitaði til Neyðarmóttöku skömmu eftir atburðinn. Mat fagaðila sem sinntu henni voru þau að hún hefði orðið fyrir miklu sálrænu áfalli. Líkamsskoðun leiddi í ljós áverka sem geta bent til nauðgunar eða harkalegs kynlífs. Framburður vitna sem stúlkan var í sambandi við kjölfar atburðarins, sem og trúverðug frásögn hennar sjálfrar, bentu til þess að atvik hefðu orðið með þeim hætti sem lýst er í ákæru.

Eftir atburðinn rofnuðu öll samskipti milli hins ákærða og stúlkunnar á samfélagsmiðlum í nokkurn tíma þar til þau skyndilega áttu í samskiptum á Snapchat. Um samskiptahléið segir í dómnum: „Á þessu hefur ákærði ekki haft neinar skýringar aðrar en að hann hafi bara haldið að þetta væri búið, en þó bar hann líka að ekkert hafi bent til þess að hinu óformlega sambandi þeirra væri að ljúka. Sú staðreynd að þessum samskiptum lauk svo skyndilega sem raun ber vitni er hins vegar í algeru samræmi við þá frásögn og upplifun brotaþola að ákærði hafi brotið gegn henni á þann hátt sem hún hefur lýst.“

Það gerðist síðan þann 22. nóvember árið 2020 (um hálfu ári eftir atvikið) að Ómar sendi Snapchat-skilaboð til stúlkunnar. Þeim skilaboðum svaraði stúlkan með þessum orðum:

„Hæ, ég skil ekki alveg af hverju þú ert allt í einu að senda mér snöpp aftur? Mér finnst lágmark að þú biðjir mig afsökunar á því sem þú gerðir mér síðast þegar við hittumst. Ég bað þig ítrekað um að hætta en þú hundsaðir það og hélst áfram gegn mínum vilja.“

Þessu svaraði hann eingöngu með orðunum: „Fyrirgefðu“ en eyddi henni síðan úr tengslahópi sínum á Snapchat.

Hann neitaði sök og gaf þær skýringar á skilaboðunum að hann hafi verið að biðjast afsökunar á því að hafa óvart sent henni skilaboð. Á því hvers vegna samskipti þeirra hefðu skyndilega rofnað um margra mánaða skeið gaf hann hins vegar þær skýringar að lausbeisluðu sambandi þeirra hefði endanlega verið lokið. Segist hann hafa orðið mjög undrandi á ásökunum um kynferðisbrot. Héraðdsómur benti á ósamræmi í framburði hans:

„Við aðalmeðferð kvað ákærði að honum hafi ekki orðið ljóst að brotaþoli hafi upplifað atvik […] 2020 sem nauðgun fyrr en lögregla hafði samband við hann. Síðar í framburði sínum kannaðist ákærði þó við að þegar hann fékk umrædd skilaboð hafi honum dottið í hug að brotaþoli væri þarna að bera á hann kynferðisbrot. Ekki hafði ákærði neina skýringu á því hvers vegna hann hefði ekki spurt hvað hún ætti við eða hvers vegna hún bæri slíkt á hann. Að mati dómsins er sérlega ólíklegt að með orðinu „fyrirgefðu“ hafi ákærði aðeins vísað til hinna óumbeðnu sendinga og raunar fráleitt að virtum þeim orðum sem brotaþoli hafði sent honum. Er mun líklegra að ákærði hafi þarna beðist fyrirgefningar á því broti sem brotaþoli ber á hann í skilaboðunum, en ætla verður að ef ákærði hefði ekkert kannast við áburðinn að þá hefði hann annað hvort mótmælt honum, eða í það minnsta spurt hvað hún ætti við.“

Landsréttur segir eftirfarandi um þetta athygli, Snapchat-skilaboðin:

„Framburður ákærða um að hann kannist ekki við þá háttsemi sem honum er gefin að sök hefur verið stöðugur, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Á hinn bóginn eru skýringar hans fyrir dómi á viðbrögðum sínum við skilaboðum á Snapchat frá brotaþola 22. nóvember 2020 ótrúverðugar í ljósi aðdraganda þeirra og þess að ákærði kaus að slíta öllum frekari samskiptum við brotaþola í kjölfarið. Í skilaboðum brotaþola kvaðst hún ekki skilja af hverju ákærði væri „allt í einu að senda mér snöpp aftur? Mér finnst lágmark að þú biðjir mig afsökunar á því sem þú gerðir mér síðast þegarvið hittumst. Ég bað þig ítrekað um að hætta en þú hundsaðir það og hélst áfram gegn mínum vilja.“ Sú skýring ákærða á viðbrögðum sínum að með orðinu „fyrirgefðu“ hefði hann einungis verið að biðjast afsökunar á því að hafa sent brotaþola „snappið“ er ótrúverðug ef litið er til efnis þeirra athugasemda sem brotaþoli sendi honum.“

Sakfelling en mildari refsing

Landsréttur staðfestir því sekt Ómars en mildar dóm yfir honum úr þriggja ára fangelsi niður í tveggja og hálfs árs fangelsi. Hann er jafnframt dæmdur til að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur. Ennfremur þarf hann að greiða áfrýjunarkostnað sem er tæpar tvær milljónir króna.

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar