fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Þess vegna telja sérfræðingar að gosið verði langlíft

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. mars 2024 13:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er góður kraftur í eldgosinu sem hófst á milli Hagafells og Stóra Skógfells á laugardagskvöld. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands segir á Facebook að gosopum hafi ekkert fækkað frá því í byrjun vikunnar og framleiðnin sé því áfram merkilega stöðug.

Í færslu sem birtist á Facebook-síðu hópsins í hádeginu eru tíundaðar ástæður þess að gosið gæti dregist á langinn.

„Nú þykir einnig nokkuð ljóst að landris í Svartsengi hefur stoppað. Því virðist ákveðið jafnvægi vera komið á kerfið – innflæði kviku upp í jarðskorpuna er til jafns við það sem streymir út í eldgosinu. Síðustu mánuði hefur slíkt sírennsli ekki verið til staðar, heldur hefur innstreymið safnast fyrir í grunnstæðu kvikuhólfi/laggangi undir Svartsengi, sem síðan hefur orsakað ítrekuð, skammlíf eldgos þegar þrýstingur í hólfinu var nægur til að brjóta leið upp á yfirborð.“

Bent er á það að þetta innstreymi hafi verið í gangi síðan í október, eða í tæplega hálft ár.

„Því má ætla að eldgosið gæti orðið nokkuð langdregið, þar sem engar vísbendingar hafa verið um það síðustu mánuði um að tekið sé að hægja á þessu innstreymi. Hraunbreiðan hefur síðustu daga hækkað töluvert norðan leiðigarðana við Grindavík. Ásýnd landsins hefur þar breyst mikið frá því um síðustu helgi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar