fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Vinkonan öskraði úr sér lungun þegar hún sá hvað var að gerast

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2024 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simone Werner var stödd í Bláa lóninu á laugardagskvöld þegar eldgos byrjaði á milli stóra Skógfells og Hagafells. Werner lýsti reynslu sinni í samtali FOX Weather í Bandaríkjunum í gær.

Werner hafði verið í Bláa lóninu ásamt vinkonu sinni og voru þær að gera sig klárar í að fara þegar gosið byrjaði. Voru þær sennilega með þeim fyrstu til að átta sig á því að gosið væri byrjað því viðvörunarflauturnar sem vöruðu við gosinu voru ekki einu sinni byrjaðar að hljóma.

„Mér var litið til hægri og vinkona mín öskraði úr sér lungun. Það steig þykkur og rauður reykjarmökkur upp,“ segir hún og bætir við að hraunspýjurnar hafi minnt á gosbrunn.

Bláa lónið var rýmt um leið og í ljós kom að byrjað væri að gjósa og gekk rýmingin vel. Werner segir að þær vinkonurnar hafi drifið sig upp í bíl og ekið af stað en umferðin hafi verið mikil á svæðinu.

Þær námu staðar á bensínstöð um tuttugu mínútum síðar og komu sér í skjól og furðar Werner sig á því hvað allir voru rólegir þó að eldgos væri hafið í næsta nágrenni.

„Fólk var bara að borða matinn sinn og lét eins og ekkert hefði í skorist. En þetta var hræðilegt fyrir okkur.“

Hún segist hafa vitað að gos gæti verið yfirvofandi á þessum slóðum en vonaði að ekki kæmi til þess meðan á Íslandsheimsókn þeirra vinkvenna stóð. Þær nutu þess mjög að vera í Bláa lóninu og segir Werner að hún vilji gjarnan heimsækja Ísland aftur. „En vonandi verður ekkert eldgos þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar