fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ógnvekjandi hegðun í Asparfelli – Birtir myndbönd af leikskólabörnum – „Ég mun aldrei sætta mig við þennan helvítis djöfulsins andskotans viðbjóð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. mars 2024 10:00

Skjáskot úr myndbandi mannsins úr stofuglugga í Asparfelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem býr í Asparfelli hefur undanfarna daga birt myndbönd af börnum á leikskóla við heimili hans og viðhaft ógnvekjandi ummæli um börnin. Orðræða mannsins einkennist af útlendingahatri en hann segir undir einu myndbandinu:

„Erlendir krakkar eru farnir að tala blygðunarlaust útlensku á götunum. Þegar þeir komu hingað þá voru þeir svolítið hógværir og héldu sínum siðum í leynum en núna eru þeir farnir að gera þetta algengt og ætla að láta mann sætta sig við þennan djöfulsins viðbjóð. Ég er ekki ánægður með þetta. Ég mun aldrei sætta mig við þennan helvítis djöfulsins andskotans viðbjóð.“

Í öðru myndbandi amast maðurinn við því að erlendur maður sinni börnunum á leikskólanum.

Á Facebook-síðu sinni viðhefur maðurinn ýmis ummæli um útlendinga, til dæmis þessi: „Útlendingar eiga ekki að misskilja góðmennsku okkar sem veikleika.“

Í einum Facebook-hópi þar sem framferði mannsins er til umræðu segir maður einn frá því að barnið hans sé á einu myndbandanna.

DV hafði samband við lögreglustöð 3 hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en Breiðholt heyrir undir það umdæmi. Fengust þær upplýsingar að málið hefði ekki komið inn á borð lögreglu.

Ekki náðist samband við manninn sjálfan við vinnslu fréttarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum