fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Sauð upp úr við bílskúr í Reykjanesbæ – Notaði lausamöl og borðfót gegn lögreglumönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. mars 2024 17:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann vegna atvika sem áttu sér stað við bílskúr í götunni Hátún í Reykjanesbæ, haustið 2022.

Maðurinn er ákærður fyrir þrjú brot gegn valdstjórninni. Hann er í fyrsta lagi sakaður um að hafa sparkað í tvo lögreglumenn, kastað lauasmöl í þá og hótað þeim lífláti.

Í öðru lagi er hann sakaður um að hafa ógnað þremur lögreglumönnum með borðfæti „og þannig hótað þeim líkamsmeiðingum í verki,“ eins og segir í ákæru.

Í þriðja lagi er maðurinn sakaður um að hafa bitið einn lögreglumanninn í hægra læri með þeim afleiðingum að lögreglumaðurinn fann til vægra eymsla á bitstað.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaður.

Málið verður þingfest við Héraðsdóm Reykjaness þann 26. mars næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“