fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Flytja íbúa á brott frá svæðum nærri rússnesku landamærunum – „Úkraínumenn eru svolítið neyddir í vörn“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. mars 2024 09:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er að hluta búið að flytja íbúa í úkraínska bænum Velyka Pysarivka á brott en bærinn er mjög nærri rússnesku landamærunum. Um 180 íbúar hafa yfirgefið bæinn að undanförnu vegna síharðnandi árása Rússa.

The Kyiv Independent skýrði frá þessu um helgina. Á Telegram skýrði úkraínska herstjórnin í héraðinu frá því að rúmlega 4.500 íbúar hafi nú verið fluttir frá bæjum og þorpum í héraðinu.

Jótlandspósturinn hefur eftir Peter Viggo Jakobsen, lektor við danska varnarmálaskólann, að nú sé taktík Úkraínumanna önnur en í upphafi stríðsins. Í upphafi hafi stefnan verið að sækja fram og ekki láta hrekja sig aftur á bak. Nú hafi raunsæi náð yfirhöndinni og það sé gott. „Úkraínumenn hafa áttað sig á að þeir munu ekki sækja fram næsta árið,“ sagði hann.

„Þegar Úkraínumenn viðurkenna að þeir geta ekki varið allt landið sitt, þá neyðast þeir til að spyrja sig: Hvað er ódýrast að láta af hendi? Hvar getum við hörfað til að fá nokkrar varnarlínur sem er auðveldara að verja?“ sagði hann og bætti við að þessi niðurstaða Úkraínumanna sé bein afleiðing af skotfæraskorti þeirra.

Hann sagði að fréttir berist af því að Rússar geti skotið 25.000 fallbyssukúlum á dag en Úkraínumenn 4.000 til 7.000. Úkraínumenn verði því að íhuga hvernig þeir geti forðast að eyða meiri skotfærum en er lífsnauðsynlegt. Af þeim sökum telur hann ákvörðun þeirra um rýmingar í norðurhluta landsins vera skynsamlegan leik.

Hann sagði einnig að þessir atburðir breyti því ekki að um kyrrstöðustríð sé að ræða eins og verið hefur síðan í nóvember 2022.

Hvað varðar brottflutning íbúa frá landamærasvæðum sagði hann það ekki vera vísbendingu um að Úkraínumenn séu að tapa stríðinu. „Úkraínumenn eru svolítið neyddir í vörn en það má ekki draga þá ályktun út frá því að Rússar sigri í stríðinu. Ef Úkraínumenn koma sér skynsamlega fyrir 50 km frá víglínunni þá er það betra en að vera kyrrir, láta berja á sér og missa fjölda hermanna áður en þeir hörfa svo 50 km,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar