fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Indverskir menn segjast hafa verið neyddir til að berjast fyrir rússneska herinn í Úkraínu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 15. mars 2024 04:33

Þrír af Indverjunum. Mynd:Hemil Mangukiya

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir indverskir fjölmiðlar hafa á síðustu dögum flutt fréttir af hópi ráðvilltra ungra Indverja sem birtu myndband þar sem þeir biðja indversk yfirvöld um aðstoð. Segja þeir að Rússar ætli að senda þá í fremstu víglínu í Úkraínu og neyða þá til að berjast gegn Úkraínumönnum.

Svo virðist sem mennirnir hafi verið blekktir til að ganga til liðs við rússneska herinn en þeir héldu að verið væri að bjóða þeim vinnu við allt annað. Þetta sagði Randhir Jaiswal, talsmaður indverska utanríkisráðuneytisins, að sögn Reuters.

Hann sagði að yfirvöld hafi komið upp um samtök glæpamanna sem lokka indverska ríkisborgara til Rússland með gylliboðum um vinnu, til dæmis í þjónustustörfum hjá hernum. Síðan eru Indverjarnir neyddir til að skrifa undir samninga um að þeir gangi til liðs við herinn og muni berjast í Úkraínu.

Segja indversk yfirvöld að um 20 indverskir menn sitji nú fastir í Rússlandi og tveir hafi nú þegar fallið á vígvellinum í Úkraínu.

The Indian Express segir að sjö menn, sem sendu frá sér myndband með hjálparbeiðni til indverskra yfirvalda, hafi komið til Rússlands 27. desember 2023 og hafi þá hitt mann sem bauðst til að fara með þá til Belarús. Þegar þangað var komið áttu Indverjarnir ekki næga peninga til að borga honum og skildi hann þá þá eftir á þjóðvegi einum. Þar tók lögreglan þá og afhenti rússneska hernum þá.

Í myndbandinu segja mennirnir að þeir hafi því næst verið fluttir á óþekktan stað þar sem þeir voru læstir inni dögum saman. Því næst, undir hótunum um margra ára fangelsisvist, voru þeir neyddir til að skrifa undir samning um þeir myndu starfa sem bílstjórar og kokkar hjá rússneska hernum. Eða það töldu þeir en samningurinn var á rússnesku og hljóðaði í raun upp á að þeir væru að ganga til liðs við herinn sem hermenn og myndu berjast í Úkraínu.

Þeir voru síðan sendir í herbúðir þar sem þeir fengu þjálfun í meðferð skotvopna og síðan voru þeir fluttir til Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagmar frétti um kæru Bigga gegn sér í fjölmiðlum – „Ég er miklu sterkari en hann heldur“

Dagmar frétti um kæru Bigga gegn sér í fjölmiðlum – „Ég er miklu sterkari en hann heldur“
Fréttir
Í gær

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“

98 ára úkraínsk kona gekk 10 km í skothríð til að sleppa frá Rússum – „Ég lifði síðari heimsstyrjöldina af og ég mun lifa þetta stríð af“
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Í gær
Hera úr leik