fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Ólafur Jóhann býður sig ekki fram til embættis forseta Íslands

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. mars 2024 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur staðfest að hann muni ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bókaútgáfunni Bjarti & Veröld sem gefur bækur Ólafs Jóhanns út. Ólafur Jóhann segir í tilkynningunni:

„Að gefnu tilefni tilkynni ég að ég hyggst ekki gefa kost á mér í kjöri til forseta Íslands.

Ég vil færa þeim fjölmörgu sem hafa hvatt mig til að bjóða mig fram innilegar þakkir en með því hafa þau sýnt mér ómetanlegt traust.

Ég treysti þjóðinni til að finna í þetta vandmeðfarna embætti einstakling sem er því vaxinn – gætir hagsmuna Íslands heima og heiman, stendur vörð um menningu okkar og tungu, þekkir sögu okkar og sérstöðu en sér um leið fram á veginn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði

Keypti íbúð af eigin fyrirtæki á of lágu verði
Fréttir
Í gær

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn
Fréttir
Í gær

Soffía svarar Valtý: Þykir sérstakt að vinkona eiginkonu Geirfinns hafi aldrei hitt hann

Soffía svarar Valtý: Þykir sérstakt að vinkona eiginkonu Geirfinns hafi aldrei hitt hann