fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Pútín sendir hermenn að finnsku landamærunum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2024 08:00

Pútín sendir hermenn að finnsku landamærunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, segir Rússar muni senda hermenn og hergögn að finnsku landamærunum vegna inngöngu Finna í NATÓ.

Þetta segir hann í stóru viðtali við rússnesku ríkisfréttastofuna RIA og ríkissjónvarpsstöðina Rossyia-1. Hann segir einnig að innganga Finna og Svía í NATÓ sé „tilgangslaust skref“.

„Þetta er algjörlega tilgangslaust skref (fyrir Finnland og Svíþjóð, innsk. blaðamanns) út frá sjónarhorninu um að tryggja þjóðarhagsmuni sína. Við vorum ekki með hersveitir þar (við finnsku landamærin, innsk. blaðamanns) en nú verða þeir þar. Það voru ekki vopnakerfi þar, nú verða þau þar,“ sagði Pútín.

Finnar fengu aðild að NATÓ í apríl á síðasta ári en Svíar í síðustu viku.

Finnland á 1.340 km löng landamæri að Rússlandi.

Pútín segir einnig í viðtalinu að Rússar séu reiðubúnir til að beita kjarnorkuvopnum ef fullveldi landsins sé ógnað og að þeir hafi aldrei haft neina þörf fyrir að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Í gær

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram