fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Áfangasigur fyrir Sýn í höfundarréttarmáli gegn Jóni Einari – Sagðist hjálpa gamla fólkinu á Spáni

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 21:00

Samkvæmt stefnu Sýnar hefur Jón Einar streymt læstum sjónvarpsstöðvum frá árinu 2021.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur fellt úr gildi frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Sýnar gegni Jóni Einar Eysteinssyni. Sýn telur Jón Einar hafa streymt sjónvarpsefni fyrirtækisins ólöglega á Spáni.

Málinu var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur þann 19. desember síðastliðinn. Þótti stefnan of óskýr og málsástæðum og kröfum ruglað saman í stefnu.

Í dómi Landsréttar, sem féll í gær 6. febrúar, segir að í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefði það verið lengi látið átölulaust að vísað væri með almennum hætti til þeirrar háttsemi sem stefnandi teldi refsiverða í kröfugerðum einkarefsimála. Krafan væri ekki háð slíkum annmörkum að ekki væri unnt að dæma í málinu.

Samkvæmt stefnu Sýnar hefur Jón Einar streymt læstum sjónvarpsstöðvum frá árinu 2021 í gegnum síðuna www.iptv-ice.com og rukkað gjald fyrir. Þess er krafist að Jón Einar upplýsi um bókhald sitt svo hægt sé að sjá hversu mikið hann hafi hagnast á þessu í gegnum árin.

Einnig er þess krafist að Jón Einar verði dæmdur til refsingar og að viðurkennd verði skaðabótaskylda á hendur honum vegna dreifingarinnar. Að mati Sýnar hefur Jón Einar valdið fyrirtækinu verulegum fjárhagslegum skaða.

Setji upp búnað fyrir gamalt fólk

Jón Einar hefur verið búsettur á Spáni undanfarin ár en er með skráð heimili í Mosfellsbæ. Hann hefur auglýst þjónustu sína í gegnum ýmsar samfélagsmiðlagrúbbur, svo sem „Íslendingar á Spáni“ og „Golfspjallið“ á Facebook þar sem eru þúsundir meðlima.

Sjá einnig:

Sýn stefnir Jóni Einari og krefst refsingar – Hefur selt Íslendingum á Spáni aðgang að læstri sjónvarpsdagskrá

Í frétt Vísis frá því í maí á síðasta ári, þegar gert var grein fyrir stefnunni, var rætt við Jón Einar um málið. Hafnaði hann því að hafa makað krókinn á starfseminni og sagði þetta meira í ætt við góðgerðastarf. Hann væri að hjálpa gamla fólkinu á Spáni að ná íslensku stöðvunum, aðallega RÚV og erlendum stöðvum. Fleiri væru að bjóða sambærilega þjónustu.

Þá hafnaði hann því að starfsemin væri eins og lögmenn Sýnar lýstu í stefnunni. Hann kaupi búnað og setji hann upp fyrir fólk, fyrir þá vinnu rukki hann pening.

Ekki gert að afhenda gögn

Næst á dagskrá er að Héraðsdómur Reykjavíkur taki málið til efnismeðferðar. Hins vegar er Jóni Einari ekki gert að afhenda ýmis gögn eins og Sýn hafði krafist.

Málskostnaður var felldur niður í málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að börnin á Gasa dreymi um að deyja

Segir að börnin á Gasa dreymi um að deyja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman
Fréttir
Í gær

Arion banki mokgræðir – Hagnaðist um 16,2 milljarða á fyrri hluti ársins

Arion banki mokgræðir – Hagnaðist um 16,2 milljarða á fyrri hluti ársins
Fréttir
Í gær

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Í gær

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram
Fréttir
Í gær

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“