fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Mislingar geta verið andstyggilegir: „Eiginlega sorg­legt að við skul­um þurfa að tak­ast á við þetta í dag“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítalanum, segir að allar forsendur ættu að vera fyrir hendi að útrýma mislingum. Einstaklingur á ferðalagi hérlendis greindist með mislinga á Landspítalanum síðastliðinn laugardag og er nú í einangrun.

Óvíst er hvort fleiri hafi smitast en mislingar eru mjög smitandi veirusjúkdómur sem getur verið hættulegur sumum einstaklingum. MMR-bóluefnið veitir 95% vörn gegn mislingum en þrátt fyrir það eru dæmi um að óbólusettir einstaklingar séu úti í þjóðfélaginu.

Morgunblaðið fjallar í dag um mislingafaraldra hér á landi á árum áður og er óhætt að segja að mislingar hafi leikið landsmenn grátt á árum áður þegar bóluefni voru ekki komin til sögunnar.

Árið 1846 létust til dæmis 3.300 einstaklingar hér á landi af þeim rúmlega 58 þúsund sem hér bjuggu. Annar faraldur geisaði árið 1882 og létust hátt í 2000 Íslendingar yfir sumarmánuðina það ár, stærstur hluti börn undir fjögurra ára.

Í samtali við Morgunblaðið segir Magnús að mislingar geti leikið barnshafandi konur og börn grátt.

„Aðrir ónæm­is­bæld­ir geta fengið and­styggi­leg­ar sýk­ing­ar og ýms­ir skelfi­leg­ir fylgi­kvill­ar geta fylgt þess­ari veiru­sýk­ingu. Hún get­ur lagst á tauga­kerfið sem dæmi og fólk get­ur fengið króníska mislinga. Það er sem bet­ur fer sjald­gæft en öm­ur­legt þegar það ger­ist,“ seg­ir Magnús við Morgunblaðið og segir að tækifæri til að útrýma mislingum hafi ekki verið nýtt.

„Marg­vís­leg­ar ástæður eru fyr­ir því að við ætt­um að vera búin að út­rýma mislingum á heimsvísu. Þetta er dæmi um sjúk­dóm þar sem við erum með mjög gott bólu­efni og eng­an hýsil í nátt­úr­unni ann­an en mann­inn. Fræðilega séð höf­um við all­ar for­send­ur fyr­ir því að út­rýma mislingum en það hef­ur því miður alls ekki tek­ist. Frek­ar hef­ur gengið á aft­ur­fót­un­um síðustu ár ef eitt­hvað er og það er eig­in­lega sorg­legt að við skul­um þurfa að tak­ast á við þetta í dag,“ segir Magnús við Morgunblaðið í dag þar sem ítarlega er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd