fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Úkraínumenn skutu mikilvæga rússneska flugvél niður – Gæti valdið Rússum miklum vanda

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. febrúar 2024 07:00

Beriev A-50. Mynd:Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn sagði yfirmaður úkraínska flughersins að tekist hefði að skjóta rússneska Beriev A-50 flugvél niður yfir Asovhafi. Í kjölfarið birtust myndbönd á samfélagsmiðlum sem sýna að sögn vélina hrapa eins og logandi eldhnött.

A-50 vélarnar eru fullkomnar ratsjárflugvélar sem eru notaðar til að vakta loftrýmið. Þær geta fylgst með umferð flugvéla, skipa og flugskeyta í mörg hundruð kílómetra radíus.

Áður en Rússar réðust inn í Úkraínu áttu þeir níu vélar af þessari tegund. Nú eiga þeir aðeins sjö því í janúar skutu Úkraínumenn aðra slíka vél niður.

Hans Peter Michaelsen, varnarmálasérfræðingur og fyrrum yfirmaður í danska flughernum, sagði í samtali við TV2 að vélar þessarar tegundar séu mjög mikilvægar fyrir Rússa og þeir eigi ekki margar eftir. Það hafi verið þungt högg fyrir þá þegar vélin var skotin niður í janúar og höggið nú sé enn þyngra.

Hver vél af þessari tegund kostar sem nemur um 40 milljörðum íslenskra króna.

Úkraínumenn segja að vélin, sem var skotin niður á föstudaginn, hafi verið ný og betrumbætt útgáfa af þessum vélum.

„Eitt er að missa vélina en áhafnirnar, sem maður missir einnig, eru sérmenntaðar og mjög reyndar,“ sagði Michaelsen.

Hann sagði A-50 vélarnar vera eins og „hljómsveitarstjórann í sinfóníuhljómsveit“. Þetta séu flugvélar sem hafi mikla yfirsýn og leiðbeini öðrum flugvélum rússneska flughersins.

Vandi Rússa er að þeir geta ekki útvegað sér nýjar flugvélar af þessari tegund.  Það tekur tvö til þrjú ár að smíða eina slíka og því hrista Rússar þær ekki beinlínis fram úr erminni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Í gær

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann

Svarar Snorra fullum hálsi og segir ungt fólk eiga betra skilið en hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af