fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Kalli í Pelsinum látinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. febrúar 2024 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Karl J. Steingrímsson, gjarnan kenndur við Pelsinn, er látinn 76 ára að aldri. Samkvæmt mbl.is lést Karl á Landspítalanum í Fossvogi á fimmtudaginn.

Karl rak, ásamt eiginkonu sinni, verslunina Pelsinn í miðborginni í rúmlega 40 ár. Hann var umsvifamikill í fasteignaviðskiptum um nokkurra áratuga skeið og virkur í félagsstörfum. Sem unglingur spilaði hann knattspyrnu með KR og lék með fyrsta unglingalandsliði Íslands árið 1965. Seinna varð hann formaður Knattspyrnudeildar Breiðabliks. Hann var gjaldkeri í stjórn vináttufélags Ítalíu og formaður húsnefndar JCI-hreyfingarinnar á Íslandi.

Eftirlifandi eiginkona Karls er Ester Ólafsdóttir. Hann lætur eftir sig sex börn og sextán barnabörn.

Útför Karls fer fram frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 19. mars klukkan 13:00.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íbúi í miðbænum segir Reykjavíkurborg hafa sig fyrir rangri sök

Íbúi í miðbænum segir Reykjavíkurborg hafa sig fyrir rangri sök
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega