fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Dýralæknar í Grafarholti fengu óvenjulegt mál inn á borð til sín í vikunni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. febrúar 2024 09:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dýralæknamiðstöðin í Grafarholti fékk kött til sín í heimsókn síðastliðinn þriðjudag. Eigandinn kom með kisu þar sem hún var búinn að léttast og borða lítið.

Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Dýralæknamiðstöðvarinnar í gær kemur fram að þetta hafi byrjað eftir að eigandinn flutti í annað húsnæði um það bil tveimur vikum áður.

„Við tókum röntgen og í ljós kom að kötturinn hafði gleypt risa öngul. Kötturinn fór því auðvitað í aðgerð þar sem 4cm langur öngull var fjarlægður,“ segir í færslunni.

Bent er á að líkaminn sé merkilegur enda hafði öngullinn, sem er oddhvass, grafið sig út úr meltingarveginum og fannst hann í kviðarholinu. Þar hafði myndast hylki utan um öngulinn sem eru eðlileg viðbrögð líkamans við aðskotahlut. Varnaði þetta því að önnur líffæri hlytu skaða af.

„Taka má fram að eigandi kisu býr nálægt veiðiá og þessi saga undirstrikar mikilvægi þess að við tvífætlingarnir göngum vel um umhverfið því hætturnar leynast víða.

Mitzy fór ánægð heim með engan öngul (nema í poka) og óskum við henni góðs bataferlis,“ segir í skeytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna
Fréttir
Í gær

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada