fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Steypireyðar og langreyðar makast og eignast frjó afkvæmi

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 17. febrúar 2024 22:30

Steypireyður til vinstri og langreyður til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn kanadískra og norskra vísindamanna sýnir að mökun steypireyða og langreyða er mun algengari en áður var talið. Rannsóknin sýnir að 3,5 prósent genamengis steypireyða komi frá langreyðum.

Greinin er birt í tímaritinu Conservation Genetics.

Vel er þekkt að ýmsar skyldar tegundir makist. Til að mynda hestar og asnar sem geta eignast múlasna. Einnig ljón og tígrisdýr sem geta eignast lígur. Hins vegar eru múlasnar og lígrar ófrjó dýr. Þrátt fyrir að tegundir foreldranna séu nógu líkar til að geta afkvæmi þá eru afkvæmin ekki nægilega vel saman sett erfðafræðilega til þess að geta búið til sæði eða eggfrumur.

Hin nýja rannsókn sýnir hins vegar að hið sama á ekki við um þessar tegundir hvala. Þrátt fyrir að steypireyðar og langreyðar séu sitthvor tegundin geta þeir eignast saman frjó afkvæmi.

Í hverjum einasta steypireyði sem rannsakaður var fannst eitthvað af erfðaefni langreyða. Ljóst er því að tegundirnar tvær eru orðnar samtengdar að einhverju leyti. Eða þá að þær hafa aldrei aðskilist mikið í þróuninni.

Það vekur hins vegar athygli að langreyðar virðast ekki hafa jafn mikið af erfðaefni steypireyða í sér. Þetta þýðir sennilega að steypireyðar makist við blandað afkvæmi en ekki langreyðar. Fjöldi langreyða er mun meiri en steypireyða og því hafa þeir meiri makaval en steypireyðar.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin