fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Ítrekað ekið undir áhrifum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. febrúar 2024 18:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður nokkur var sakfelldur, í liðinni viku, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ekið undir áhrifum amfetamíns og án ökuréttinda á Vínlandsleið í Reykjavík.

Lögreglan stöðvaði akstur mannsins í október síðastliðnum en maðurinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum.

Honum var birt ákæra í málinu en var ekki viðstaddur þingfestingu þess og boðaði ekki forföll. Þar af leiðandi var maðurinn sakfelldur.

Maðurinn á talsverðan sakaferil að baki. Hann hefur áður verið sakfelldur fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Árið 2019 var hann dæmdur tvisvar fyrir slíkt athæfi. Í fyrra skiptið var hann dæmdur í 30 daga fangelsi, en einnig fyrir hraðakstur. Í síðara skiptið í 60 daga fangelsi og þá einnig fyrir akstur eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Hann hefur einnig gengist undir lögreglustjórasáttir og tilheyrandi greiðslu sekta vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna og hraðakstur.

Á síðasta ári var hann dæmdur í 60 daga fangelsi fyrir að aka án ökuréttinda og síðasti dómur, á undan þessum, sem hann hlaut var 3 mánaða fangelsi fyrir að aka undir áhrifum áfengis og sviptur ökuréttindum.

Í ljósi sakaferils mannsins þótti hæfilegt í þetta sinn að dæma hann í 4 mánaða fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára

Opnar fyrstu einkasýninguna aðeins 16 ára
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni