fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Flugi Play frá Billund aflýst vegna bilunar – „Farþegar fá fulla endurgreiðslu“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 27. desember 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugi Play frá Billund í Danmörku í dag hefur verið aflýst vegna bilunar í vél. Play segir að farþegar fái fulla endurgreiðslu.

Nokkur umræða hefur skapast um þetta á meðal Íslendinga í Danmörku enda áramótin í húfi fyrir fólk. Flugið átti að vera klukkan 11:30 í dag. Gremst fólki að hafa ekki verið útvegað annað flug í staðinn fyrir það sem var aflýst eða bætur vegna gistingar sem þeir hafa bókað.

„Við þurftum að aflýsa þessu flugi frá Billund vegna bilunar í vél,“ segir Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play. „Farþegar fá fulla endurgreiðslu á flugferðum sem þeir höfðu bókað með okkur.“

Þegar þetta er skrifað er enn þá laust í flug frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur dagana 29., 30. og 31. desember eins og sést á vef Play. Verðið er hins vegar mun hærra en vanalega. Það er frá 57 til 83 þúsund krónur, samanborið við 14 til 25 þúsund krónur í janúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“