fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. desember 2024 21:20

Slasaður maður fluttur um borð í sjúkrabíl eftir árásina í Magdeburg - Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum keyrði maður á hóp fólks sem var á jólamarkaði í borginni Magdeburg í Þýskalandi, fyrr í kvöld.

Fram hefur komið að minnsta kosti tveir eru látnir og um 60-80 manns eru slasaðir, sumir alvarlega. Ljóst er að um árás var að ræða en á myndskeiði sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá bílnum ekið á miklum hraða í gegnum markaðinn en stutt var á milli sölubása á þeirri leið sem ekin var. Fjöldi fólks var staddur á leiðinni sem árásarmaðurinn ók og ljóst er að honum tókst að aka að minnsta kosti á nokkra tugi manna.

Fréttir eru á kreiki á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum um að dánartalan eigi eftir hækka en í fréttum Spiegel kemur fram að yfirvöld hafi staðfest að tveir séu látnir, 1 fullorðinn og 1 lítið barn og fjöldi slasaðra sé fleiri en 50. Bild Zeitung segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að 11 manns séu látnir.

Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í Magdeburg til að láta vita af sér á samfélagsmiðlum eða með því að hafa samband við aðstandendur. Þurfi þeir aðstoð er hægt að hringja í síma +354 545-0-112. Beinir borgaraþjónustan því til þessa hóps að fara að fyrirmælum yfirvalda og fylgjast með þýskum fjölmiðlum.

Misheppnuð innflytjendastefna

Hinn grunaði árásarmaður var handtekinn skömmu eftir árásina en hann er sagður hafa ekið svörtum BMW. Spiegel hefur heimildir fyrir því að hann sé frá Saudi-Arabíu.

Á samfélagsmiðlum hefur borið á umræðu meðal Þjóðverja um að landið eigi í menningarstríði og að innflytjendastefna stjórnvalda hafi misheppnast gjörsamlega. Af mörgum færslum virðist sem að viðkomandi hafi hreinlega gert ráð fyrir því frá upphafi að um væri að ræða múslima af arabískum uppruna.

Skemmst er að minnast sambærilegrar árásar á jólamarkað í Berlín árið 2016 þar sem samtals 13 létust. Tveimur árum seinna létust 5 í árás á jólamarkað í Strasbourg í Frakklandi. Yfirvöld hafa varað við því að íslamskir hryðjuverkamenn hafi jólamarkaði sem skotmark en fyrr í mánuðinum tókst að koma í veg fyrir fyrirhugaða árás á jólamarkað í borginni Augsburg í Þýskalandi en íraskur hælisleitandi var handtekinn vegna gruns um áformin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast