fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 20. desember 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur tveggja nikótínvöruverslana voru nýlega sektaðir fyrir að auglýsa neyslu og meðferð á nikótínvörum og fyrir að auglýsa vörumerki fyrir slíkar vörur. Tveir söluaðilar hlutu 400 þúsund króna sekt hvor fyrir slíkt. Neytendastofa kvað upp úrskurð um þetta. Í tilkynningu með úrskurðinum segir meðal annars:

Í ákvörðunum stofnunarinnar er um það fjallað að óheimilt sé að auglýsa vörurnar þ.m.t. á samfélagsmiðlum. Túlka ber hugtakið auglýsing rúmt og falla því þar undir allar myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur. Þetta á við óháð því hvort fyrirtækið hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna eða ekki.

Stofnunin lagði jafnframt áherslu á að lýsingar á vörunum í vefverslunum megi ekki ganga lengra en að lýsa þeim með hlutlausum hætti. Þannig teljist það brjóta gegn auglýsingabanni að birta t.d. ítarlegar lýsingar á bragði og upplifun.

Þá er það mat stofnunin að auglýsingar utan á verslunum væru óheimilar, hvort sem um er að ræða ákveðnar vörur, vörumerki eða almenna tilvísun til vöruúrvals seljanda. Að sama skapi mega vörumerki fyrirtækja ekki fela í sér auglýsingu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur.
Taldi stofnunin tilefni til að beita stjórnvaldssektum í málunum þar sem um skýrt bann við auglýsingum á nikótínvörum og rafrettum er í lögum.

Túnfiskdósir í stað nikótíndósa

Í úrskurði Neytendastofu varðandi King Kong ehf., sem rekur margar nikótínvöruverslanir, segir að fyrirtækið megi ekki nota undirtitilinn „Vape Shop“ og auglýsingin „10 dósir að eigin vali á 6.500“ er úrskurðuð ólögleg.

Svo virðist sem King Kong hafi brugðist við úrskurðinum með óvenjulegum hætti því á Facebook mátti sjá eftirfarandi auglýsingu í gær:

Eigandi King Kong, Jón Þór Ágústsson, vildi ekki tjá sig um málið er DV hafði samband við hann.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“