fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Reynir hættir í blaðamennsku eftir söluna – Verðmiðinn á Mannlífi ekki hár

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. desember 2024 21:41

Reynir á að baki langan feril í blaðamennsku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, ætlar að hætta í blaðamennsku við yfirvofandi kaup Heimildarinnar á Mannlífi. Hann segir verðmiðann á miðlinum ekki háan.

„Á næstu vikum stefni ég að því að hætta störfum sem ritstjóri Mannlífs eftir tæplega fimm ára starf í þessari lotu. Það er mér mikil ánægja að Mannlíf, Vín og matur og mannlif.is fara að líkindum undir útgáfu Heimildarinnar,“ segir Reynir í færslu á samfélagsmiðlum.

Greint var frá yfirvofandi kaupum Sameinaða útgáfufélagsins, sem rekur Heimildina, á Sóltúni ehf, sem rekur Mannlíf, í kvöld. Ekki var einhugur um kaupin í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins og sögðu tveir stjórnarmenn, sem áður höfðu verið eigendur í Kjarnanum, sig úr stjórn vegna kaupanna.

„Rétt er að halda því til haga að yfirtakan á fjölmiðlinum hefur ekki í för með sér breytingar á eignarhaldi á Heimildinni. Og til þess að eyða misskilningi þá er verðmiðinn á fjölmiðlinum ekki hár,“ segir Reynir.

Viðræður um söluna á miðlum Mannlífs hafi staðið síðan í júní og miði vel. „Við, eigendur Mannlífs, sem báðir erum í hópi stofnenda Stundarinnar höfðum fyrst og fremst að leiðarljósi að tryggja starfsfólki okkar áframhaldandi störf í góðu umhverfi,“ segir Reynir.

Það sem tekur við hjá Reyni eru verkefni hjá Ferðafélagi Íslands, bókaskrifum og að stýra hlaðvarpinu Sjóaranum. Ætlar hann að stíga út úr daglegu þrasi fréttamiðla.

„Ég verð áfram hluthafi í Heimildinni og mun rækja þær skyldur sem því fylgja,“ segir Reynir að lokum. „Næstu vikur fara í að ljúka samningum. Spennandi ár er í uppsiglingu. Ég er þakklátur fyrir skemmtilega tíma og rúmlega 30 ára starf við blaðamennsku. Þetta er orðið gott í bili og tímabært að huga að áhyggjulausu ævikvöldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“
Fréttir
Í gær

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“

Segir Veitur hafa fallið á prófinu þegar rafmagnslaust varð í gær – „Áhrif á sirka 30 þúsund manns“
Fréttir
Í gær

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt
Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans