fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Hatrammar nágrannaerjur um hávaxin tré á Digranesi fara fyrir Hæstarétt – Takast á um skuggavarp og náttúruunað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. desember 2024 13:04

Mynd af lóðinni sem um ræðir. Mynd: ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hatrammar nágrannaerjur í Kópavogi munu nú rata alla leið fyrir Hæstarétt, en dómstóllinn hefur fallið á málskotsbeiðni eigenda tveggja parhúsa í Heiðarhjalla sem vilja þvinga nágranna sinn til að fella trjágróður við einbýlishús sitt í Brekkuhjalla. Parhúsin standa í hlíð og tré á lóð einbýlishúss, sem stendur neðar í hlíðinni, skyggja á svalir þeirra.

Eigendur parhúsanna, tvenn hjón, krefjast þess að konunni sem á einbýlishúsið verði gert skylt að fjarlægja trjágróður nærri lóðamörkunum og svo klippa og snyrta önnur tré á lóðinni og koma þeim í viðunandi hæð.

Hjónin byggðu kröfur sínar aðallega á almennum ólögfestum reglum nábýlisréttar, og vísuðu einnig til ákvæða byggingarreglugerða, sem endurspegli í raun hefðbundin grenndarsjónarmið sem taka beri mið af við túlkun á því hvaða grenndaráhrif nágrannar þurfi ekki að þola. Stefnendur byggðu á því að þau eigi lögvarinn rétt til þess að nýta fasteignir sínar með eðlilegum hætti til útiveru og annarra athafna, en það geti þau ekki að óbreyttu enda óþægindin af trjágróðri stefndu veruleg og mun meiri en hjónin hafi mátt búast við. Eins byggðu þau á því að hæð trjanna brjóti gegn deiluskipulagi.

Konan í Brekkuhjalla taldi sér óskylt með öllu að gera garðinn sinn þannig að hann falli eingöngu að smekk hjónanna. Gróðurinn veiti skjól og náttúruunað auk þess sem hann bindi jarðveg og raka í bröttu landi og setji rækilegan svip á hverfið. Uppbyggingu lóðarinnar megi rekja allt til fyrstu íbúðauppbyggingu í Kópavogi. Nágranni geti aðeins krafist þess að fasteignaeigandi stöðvi það sem valdi verulegum óþægindum og þurfi þá óþægindin að vera meiri en nágranni mátti með réttu vænta. Konan hafnaði því að um veruleg óþægindi sé að ræða.

Dómarar Landsréttar fóru á vettvang og skoðuðu aðstæður. Þeir töldu ljóst að trjágróður á lóð konunnar varpi svo miklum skugga á lóðir hjónanna að þau gætu ekki nema að litlu leyti notið sólar á lóðum sínum og svölum. Þetta takmarki verulega möguleika þeirra til að njóta útivistar og óhagræði því meira en þau þurfi að þola samkvæmt reglum nábýlisréttar.

Konunni var gert að klippa hluta af grjám á lóð sinni og átti að gera slíkt innan þriggja mánaða. Hvorki hjónin né konan voru ánægð með þessa niðurstöðu og áfrýjuðu til Hæstaréttar. Hjónin vildu að lengra yrði gengið og konan vildi varðveita garð sinn eins og hann er. Hjónin byggðu á því í áfrýjunarbeiðni að úrslit málsins varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra og eignarréttinn. Þau fái að óbreyttu ekki notið þeirra réttinda sem almennt megi búast við að fasteignum þeirra fylgi. Hjónin telja að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni til.

Konan taldi niðurstöðu Landsréttar ranga og óskýra og geti hún ekki staðist óhögguð. Málið hafi fordæmisgildi um sjónarmið á sviði nábýlisréttar og kröfugerðir í slíkum málum. Þetta varði einnig mikilvæga hagsmuni konunnar enda sé deilt um gróður sem hún hafi ræktað frá því að hún keypti fasteignina. Eins telur konan að niðurstaða Landsréttar eigi sér ekki stoð í ákvæðum byggingareglugerða og ekki aðfarahæf.

Hæstiréttur taldi að virtum gögnum málsins að úrslit þess gætu haft verulegt almennt gildi á sviði nábýlisréttar. Því var beiðni um áfrýjunarleyfi samþykkt.

Sjá einnig: Húseigendur í Kópavogi sáu ekki til sólar fyrir trjágróðri nágrannans 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“