fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. desember 2024 14:30

Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grindvíkingar hentu 593 tonnum á móttökustöð Kölku í Grindavík á tímabilinu maí til september árið 2024. Það er aukning um 327 tonn miðað við sama tímabil árið 2023. 

Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá Kölku um sorphirðu á svæðinu, eins og segir á vef bæjarins.

Sorplosunina í sumar má að stórum hluta rekja til þess að margir Grindvíkingar neyddust til þess að tæma hús sín í tengslum við afhendingu þeirra til fasteignafélagsins Þórkötlu, sem gerði kröfu um að húsin yrðu afhent tóm og þrifin. 

Um miðjan nóvember var íbúum gert kleift að gera hollvinasamninga við fasteignafélagið. Með því að gera hollvinasamning ákveður „hollvinur” að leigja aðgang að húsinu sem félagið hefur keypt af þeim. Hollvinur hefur þá heimild til þess að nota húsið innan þeirra marka sem koma fram í samningnum en meðal þess er heimild til að geyma lausafé í eigninni og sinna viðhaldi og umhirðu eftir hentugleika. 

Sjá einnig: Grindvíkingar eiga nú kost á takmörkuðum afnotum af húsum sínum í bænum

Mikill munur var á tilteknum flokkum sorps. Aukning í heimilissorpi var um 118 tonn, lituðu timbri um 100 tonn, málmum um 50 tonn, húsgögnum um tæp 26 tonn og hreinu timbri um 25 tonn.

Alls hentu Grindvíkingar 187 tonnum af hreinu timbri, 186 tonnum af heimilissorpi, 89 tonnum af málmum og 41 tonni af húsgögnum á tímabilinu. Þá fóru 18 tonn af raftækjum í ruslið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast