fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Hvað kom upp úr kjörkössunum? – Stórsigur Samfylkingarinnar og varnarsigur Sjálfstæðisflokksins

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. desember 2024 09:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núna á tíunda tímanum í morgun vantar enn lokatölur úr þremur kjördæmum en línur hafa skýrst mjög. Ljóst er að Samfylkingin vann stórsigur í kosningunum og er stærsti flokkur landsins. Viðreisn og Flokkur fólksins unnu kosningasigra og Miðflokkurinn vann verulega á.

Útkoma Sjálfstæðisflokksins er yfir niðurstöðum allra skoðunakannana sem margar gáfu fyrirheit um hrun flokksins. Miðað við það má Sjálfstæðisflokkurinn vel við una en tapar samt töluverðu fylgi.

VG og Píratar falla af þingi og Sósíalistar, sem lengi vel voru inni á þingi í skoðanakönnunum, upplifa mikil vonbrigði.

Staðan á landsvísu í morgun er sú að Samfylkingin er með 21,6% atkvæða og 15 þingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn fær 19,1% og 14 þingmenn.

Viðreisn hlýtur 15,8% atkvæða og fær 11 þingmenn.

Flokkur fólksins er með 14,3% og 10 þingmenn.

Miðflokkurinn fær 11,3% og 8 þingmenn.

Framsóknarflokkurinn, sem tapaði miklu fylgi, fær 7,3% og 5 þingmenn.

Píratar eru með 3,2% og eru ekki inni á þingi.

VG hlýtur 2,4% og engan þingmann. Jafnframt er atkvæðafjöldinn aðeins undir því lágmarki sem flokkur þarf til að fjárstyrk frá ríkinu.

Lýðræðisflokkurinn fékk 1%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Veðurspáin versnað – Fólk hvatt til að fara fyrr heim

Veðurspáin versnað – Fólk hvatt til að fara fyrr heim
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Græna gímaldið verður klárað og fær að standa áfram

Græna gímaldið verður klárað og fær að standa áfram
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“

Varar við hundapassara á Geirsnefi en aðrir koma hundapassaranum til varnar – „Urðum vitni að virkilega ljótri framkomu við dýrin“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“

Draumastarf Rannveigar breyttist í martröð – „Ég var hreinsuð af öllum ásökunum um ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu
Fréttir
Í gær

Gunnar Smári líkir stjórn Sósíalista við kynferðisbrotamenn – „Þetta var líkara nauðgun ofbeldismanna“

Gunnar Smári líkir stjórn Sósíalista við kynferðisbrotamenn – „Þetta var líkara nauðgun ofbeldismanna“