fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Örn sakar Ingu Sæland um ábyrgðarleysi – Í tvígang farið með rangt mál

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2024 08:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örn V. Kjartansson, framkvæmdastjóri og einn eigenda fyrirtækisins sem byggir á Heklureitnum, er ósáttur við Ingu Sæland, formann Flokks fólksins, vegna ummæla hennar um verkefnið.

Fjallað er um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Örn vísar meðal annars í kappræður sem haldnar voru á RÚV, daginn fyrir kosningar, þar sem Inga tiltók Heklureit sem dæmi um reit með fáum bílastæðum þar sem illa gangi að selja íbúðir.

„Inga Sæ­land hef­ur í tvígang nefnt Heklureit sem dæmi um upp­bygg­ingu í borg­inni þar sem séu örfá bíla­stæði og að illa gangi að selja íbúðir. Hvort tveggja er rangt,“ seg­ir Örn í samtali við Morgunblaðið og bendir á að bílastæðakrafan á Heklureit sé 0,75 stæði á hverja íbúð en ekki 0,2 eins og hún hefur haldið fram.

Þá hafi Inga nefnt að aðeins sjö íbúðir hafi verið seldar sem er rangt, að sögn Arnar.

„Í fyrsta hús­inu á Heklureit sem er Lauga­veg­ur 168 og komið er í sölu eru 82 íbúðir og af þeim eru 36 þegar seld­ar en samt er ár í af­hend­ingu fyrstu íbúða,“ segir hann og nefnir að þetta sé vel yfir væntingum uppbyggingaraðila. Hann er hugsi yfir málinu.

„Það er um­hugs­un­ar­efni þegar kjörn­ir full­trú­ar sem hafa mik­inn aðgang að fjöl­miðlum hafa í frammi rang­ar staðreynd­ir um ein­stök bygg­ing­ar­verk­efni í borg­inni. Verið get­ur að Inga Sæ­land sé að rugla sam­an bygg­ing­ar­reit­um en þá þarf að vinna þá heima­vinnu bet­ur en gert er til að fara með rétt mál,“ seg­ir Örn við Morgunblaðið í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Í gær

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri