fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Inga Sæland grjóthörð: „Mér leiðast þessi hallærislegu skilaboð“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, gekk á fund Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Flokkur fólksins hlaut góða kosningu á laugardag, alls 13,8% atkvæða og tíu þingmenn kjörna.

Líklegt þykir að Samfylkingin og Viðreisn fari í meirihlutaviðræður og taki Flokk fólksins með sér. Einhverjir eru þó þeirrar skoðunar að Flokkur fólksins sé ef til vill ekki stjórntækur eins og DV hefur fjallað um. Sjá hér og hér.

Inga ræddi við fjölmiðla eftir fund sinn með Höllu í dag og segir hún í samtali við mbl.is að hún hefði átt óformlegar samræður við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Ekki væri þó um formlegar stjórnarmyndunarviðræður að ræða.

Inga blæs á það að Flokkur fólksins sé ekki stjórntækur.

„Mér leiðast þessi hallæris­legu skila­boð um að Flokk­ur fólks­ins sé ekki stjórntækur. Við erum fal­leg­ur og glæsi­leg­ur 10 manna stjórn­mála­flokk­ur,“ sagði hún við mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Í gær

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum