fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Sanna gefst ekki upp – „Langhlaup að berjast gegn auðvaldsskipulaginu sem ræður hér ríkjum“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 1. desember 2024 12:22

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atlaga Sósíalistaflokksins að Alþingi geigaði að þessu sinni en flokkurinn hlýtur að óbreyttu um 3,8% fylgi. Leiðtogi flokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, ætlar þó ekki að leggja árar í bát.

 

„Eins og ég sé stöðuna núna þá er það langhlaup að berjast gegn auðvaldsskipulaginu sem ræður hér ríkjum. Það tekur tíma, baráttu og þrek. Hugur minn er strax kominn í undirbúning sveitarstjórnarkosninga og von um sósíalíska uppbygginu þar,“ segir Sanna í færslu á Facebook.

Segir hún að hlutirnir séu ekki alltaf auðveldir en þegar svo fer, segir Sanna að þá er best að  halda áfram þar sem það er hægt.

„Það er meira en að segja það að vinna gegn kapítalískum einstaklingmiðuðum áherslum sem eru svo inngrónar inn í okkar samfélag en ég er glöð með þær áherslur sem við Sósíalistar lögðum fram um réttláta skattheimtu til að byggja hér upp gott velferðarsamfélag. Þó að kannanir séu einungis vísbendingar, þá voru þær að sýna stuðning við þær áherslur sem Sósíalistar lögðu fram og mér finnst mikilvægt að næstu dagar fari í að rýna stöðuna í samtali við félaga,“ segir Sanna og sendi félögum sínum þakkarkveðjur fyrir baráttuna.

„Ég er stolt af félögum mínum, mun draga djúpt inn andann og halda svo áfram að berjast fyrir réttlæti og jöfnuði þar sem ég get,“ segir Sanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“