fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Lenya lýsir yfir miklum vonbrigðum og er óviss með framtíðina

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. desember 2024 16:35

Lenya Rún Taha Karim

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lenya Rún Taha Karim, fyrrverandi þingmaður Pírata og frambjóðandi flokksins í nýafstöðnum kosningum, lýsir yfir miklum vonbrigðum með kosningaúrslitin. Hún er óviss um framtíðina og veit ekki hvort hún ætlar að verða áfram virk í starfi flokksins, en Píratar náðu ekki manni á þing og hlutu aðeins 3,0% atkvæða.

„Ég er bara enn að ákveða mig, ætla bara að taka daginn í dag og næstu viku til að melta,“ segir Lenya í stuttu spjalli við DV. Aðspurð hvort hún færi mögulega í annan flokk, segir hún:

„Nei, ég held ekki, en ég er ekki í ástandi til að útiloka neitt núna. En ég á alltaf samleið með grunngildum Pírata.“

Í Facebook-færslu segist Lenya hugleiða að snúa sér að lögfræðistörfum og jafnvel doktorsnámi:

„Ég ætla að vera hreinskilin: Þetta eru mikil vonbrigði. Ég get talið upp alls konar atriði um íslenska kosningakerfið sem er ólýðræðislegt en ég nenni því ekki, og er of þreytt til þess. Það sem ég vil hins vegar segja er að Píratar þurfa klárlega að fara í innri endurskoðun og ákveða sína vegferð vandlega næstu 4 árin. Grunngildi Pírata og aðhaldið sem við veitum hefur sjaldan verið jafn aðkallandi, og munu næstu ár fara í uppbyggingu flokksins – hvernig sú uppbygging fer fram verður þó að koma í ljós.

Mig langar að þakka öllum sem treystu Pírötum fyrir atkvæðinu sínu og fyrir stuðninginn síðustu vikur. Ég er ekki búin að ákveða hvort ég ætli að taka þátt í þessari uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað í Pírötum vilji hann eiga möguleika á að ná brautargengi í næstu kosningum, eða hvort ég láti verða af þeirri furðulegu þörf á að fara í doktorsnám fyrir þrítugt, eða hvort ég snúi aftur til starfa sem lögfræðingur. Mig langar að gera svo margt sjáið til, og ég er ennþá svo ung.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Vildi ekki hafa „ljótt“ smáhýsi rétt við stofugluggann

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Vildi ekki hafa „ljótt“ smáhýsi rétt við stofugluggann
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Örn gagnrýnir dómstóla fyrir að svipta aldraðan mann fjárræði – „Má leggja að jöfnu við hrægammana sem leggjast á bráð sína“

Örn gagnrýnir dómstóla fyrir að svipta aldraðan mann fjárræði – „Má leggja að jöfnu við hrægammana sem leggjast á bráð sína“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“

Myndband yfir Keflavík vekur athygli – „Á hvern fjandann var ég að horfa?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun

Veðurstofan gefur út viðvörun vegna snjókomu á morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segist ekki þurfa að kunna íslensku til að búa á Íslandi

Segist ekki þurfa að kunna íslensku til að búa á Íslandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna