fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Inga Sæland og Flokkur fólksins í lykilstöðu – „Ég elska alla flokka“

Eyjan
Sunnudaginn 1. desember 2024 02:03

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðað við fyrstu tölur úr öllum kjördæmum þá er ýmislegt sem bendir til þess að Inga Sæland og Flokkur fólksins verði í lykilstöðu þegar kemur að því að mynda næstu ríkisstjórn. Flokkur fólksins gæti valið að vinna til vinstri og hægri, til að mynda með Samfylkingu og Viðreisn, sem ætti þá 35 af 63 þingmönnum, eða með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum, sem væri 32 manna meirihluti. Síðastnefndi kosturinn væri þó afar ólíklegur miðað við hvernig frambjóðendur Flokks Fólksins töluðu í kosningabaráttunni.

„Ég elska alla flokka,“ sagði Inga kát í formannsviðræðum á kosningavöku RÚV. Aðspurð varðandi ríkisstjórnasamstarf við Samfylkinguna og Viðreisn sagði Inga að hún hefði alltaf verið jafnaðarkona en sagði Samfylkinguna þó hafa svikið íslensku þjóðina á árum áður. Kristrún hefði þó fært flokkinn á betri stað, að hennar mati, og því var hún ekki afhuga hugmyndinni.

Segja má að stjórnarmyndunarviðræður hafi  því nánast hafist í settinu á RÚV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“