fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fréttir

Hræddar hryssur: Samtök um dýravelferð birta nýjar myndir af blóðmerahaldi

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 7. nóvember 2024 16:30

Ein hryssan stekkur út úr vagni sínum. Myndir/Animal Welfare Foundation ogTierschutzbund Zurich

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök um dýravelferð birta nýjar myndir af blóðtöku íslenskra hryssa. Eins og sést á myndunum eru dýrin mjög hrædd og reyna að sleppa úr vögnum sínum.

Blóðmerahald hefur verið harðlega gagnrýnt á undanförnum árum. Það er að taka blóð úr fylfullum hryssum til að nýta úr því hormónið eCG. Þetta hormón er svo notað í frjósemislyf fyrir svín og fleiri húsdýr erlendis.

Ólgan hófst eftir að dýraverndunarsamtök birtu myndband af illri meðferð við blóðtöku á Íslandi árið 2021. Um 5 þúsund hryssur eru nýttar til blóðtöku á Íslandi.

Myndirnar sem Samtök um dýravelferð birta núna koma frá dýraverndunarsamtökunum Animal Welfare Foundation í Þýskalandi og Tierschutzbund Zurich í Sviss.

Á myndunum má sjá hryssur sem eru augljóslega mjög hræddar í vögnum sínum við blóðtökuna. Á einni myndinni sést hvernig hryssa beinlínis stekkur yfir hliðið til þess að komast í burtu. Augljóslega er um stórhættulegt tilfelli að ræða.

„Ár eftir ár sjáum við hryssurnar verða fyrir ofbeldi við blóðtöku,“ segja Samtökin í nýlegri færslu um blóðmerahald.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp

Nýr kafli í langvarandi nágrannaerjum í Laugardal – Krefur borgina um svör eftir tveggja ára stapp
Fréttir
Í gær

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“

Furðaði sig á kröfu Fjölmiðlanefndar í gær en deilurnar hófust fyrir fimm árum – „Eigum við ekki að róa okkur aðeins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi

Bóndi sektaður fyrir að sinna dýrunum illa – Segir Matvælastofnun beita sig andlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“