fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að hafa orðið manni að bana á LÚX

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. nóvember 2024 14:29

Karolis Zelenkauskas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært Irving Alexander Guridy Peralta fyrir stórfellda líkamsárás á skemmtistaðnum LÚX við Austurstræti, laugardaginn 24. júní árið 2023.

Brotaþolinn, 25 ára gamall litáeskur karlmaður að nafni Karolis Zelenkauskas, lést af áverkum sínum. Í ákæru er Irving Alexander, sem er fæddur árið 1995, sagður hafa slegið brotaþolann eitt högg efst á vinstri hluta hálsins, aftan við vinstra eyrað, þannig að hann fékk slink á höfuðið, „en afleiðingarnar voru þær að hann lést af völdum altæks heiladreps vegna innanskúmsblæðingar af völdum rofs á vinstri aftari neðri hnykilsslagæðinni,“ eins og segir í ákæru.

Héraðssaksókari krefst þess að Irving Alexander verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Af hálfu aðstandanda hins látna er gerð krafa um miskabætur upp á þrjár milljónir króna og skaðabætur upp á tæplega 900 þúsund krónur.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn.

Sjá einnig: Karolis lést eftir banvænt högg á LÚX – Fjölskyldan safnar fyrir kistunni heim

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Besti barinn og veisla á Borgarbókasafninu Gerðubergi

Besti barinn og veisla á Borgarbókasafninu Gerðubergi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“

Vill skoðun á hlutleysi RÚV – „Það myndast svona skoðanaleg einsleitni“