fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Inga Sæland kom flokksystur sinni ekki til varnar – „Þetta er ekki stefna Flokks fólksins“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 29. nóvember 2024 20:54

Inga Sæland og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kom flokkssystur sinni og oddvita í Suðurkjördæmi, Ástu Lóu Þórsdóttur, ekki til varnar í leiðtogaumræðum á RÚV í kvöld.

Inga var spurð út í ummæli Ástu Lóu um að setja ætti neyðarlög á Seðlabanka Íslands til að lækka vexti. Það er að taka fram fyrir hendurnar á bankanum og eftirláta stjórnmálamönnum að ákveða vextina í landinu. Var Inga spurð hvort hún styddi þetta og hvort henni fyndist þetta vera skynsamleg hagstjórn.

Reyndi Inga að færast undan spurningunni og færa umræðuna að húsnæðismálum í staðinn. En þegar hún var innt eftir svörum sagði hún að þetta væri ekki stefna flokksins.

„Þetta er ekki stefna Flokks fólksins,“ sagði Inga.

Aðspurð um hvort hún væri sammála svaraði hún hins vegar ekki.

„Þannig að þú ert ekki sammála þessu?“ sagði Sigríður Hagalín spyrill.

„Ég sagði það ekki en þetta er ekki stefna Flokks fólksins,“ sagði Inga þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR

Halla Gunnarsdóttir nýr formaður VR
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“

Listamenn sárir yfir „óþarflega móðgandi“ synjunarbréfum- „Þetta þarfnast skýringa og afsökunarbeiðni til listamanna, sem er réttilega misboðið“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi óskuðu eftir endurtalningu – Kjörstjórn telur sig ekki bæra til að fjalla um erindið

Framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi óskuðu eftir endurtalningu – Kjörstjórn telur sig ekki bæra til að fjalla um erindið
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Verður íslensku kúnni skipt út fyrir norrænar rauðar kýr? Við gætum grætt vel á því

Verður íslensku kúnni skipt út fyrir norrænar rauðar kýr? Við gætum grætt vel á því
Fréttir
Í gær

Inga Sæland grjóthörð: „Mér leiðast þessi hallærislegu skilaboð“

Inga Sæland grjóthörð: „Mér leiðast þessi hallærislegu skilaboð“
Fréttir
Í gær

Hversu nákvæmar voru kannanir? – Vanmátu fylgi Flokks fólksins um nærri 3 prósent

Hversu nákvæmar voru kannanir? – Vanmátu fylgi Flokks fólksins um nærri 3 prósent