fbpx
Fimmtudagur 02.október 2025
Fréttir

Inga Sæland kom flokksystur sinni ekki til varnar – „Þetta er ekki stefna Flokks fólksins“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 29. nóvember 2024 20:54

Inga Sæland og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kom flokkssystur sinni og oddvita í Suðurkjördæmi, Ástu Lóu Þórsdóttur, ekki til varnar í leiðtogaumræðum á RÚV í kvöld.

Inga var spurð út í ummæli Ástu Lóu um að setja ætti neyðarlög á Seðlabanka Íslands til að lækka vexti. Það er að taka fram fyrir hendurnar á bankanum og eftirláta stjórnmálamönnum að ákveða vextina í landinu. Var Inga spurð hvort hún styddi þetta og hvort henni fyndist þetta vera skynsamleg hagstjórn.

Reyndi Inga að færast undan spurningunni og færa umræðuna að húsnæðismálum í staðinn. En þegar hún var innt eftir svörum sagði hún að þetta væri ekki stefna flokksins.

„Þetta er ekki stefna Flokks fólksins,“ sagði Inga.

Aðspurð um hvort hún væri sammála svaraði hún hins vegar ekki.

„Þannig að þú ert ekki sammála þessu?“ sagði Sigríður Hagalín spyrill.

„Ég sagði það ekki en þetta er ekki stefna Flokks fólksins,“ sagði Inga þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óargadýr í eigu Fast & Furious stjörnu halda hverfi í gíslingu og drepa aðra hunda

Óargadýr í eigu Fast & Furious stjörnu halda hverfi í gíslingu og drepa aðra hunda
Fréttir
Í gær

Afbókanir farnar að berast ferðaþjónustuaðilum vegna falls Play – Misjafnar skoðanir á æskilegum viðbrögðum

Afbókanir farnar að berast ferðaþjónustuaðilum vegna falls Play – Misjafnar skoðanir á æskilegum viðbrögðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ófremdarástand ríkja á íslenskum baðstöðum vegna erlendra ferðamanna – „Fóru bara ofan í og voru algjörlega þurr frá toppi til táar“

Segir ófremdarástand ríkja á íslenskum baðstöðum vegna erlendra ferðamanna – „Fóru bara ofan í og voru algjörlega þurr frá toppi til táar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænski herinn grautfúll – Löngu búinn að biðja stjórnvöld um auknar drónavarnir en engin svör fengið

Sænski herinn grautfúll – Löngu búinn að biðja stjórnvöld um auknar drónavarnir en engin svör fengið