fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Bolli segist ekki hafa komið nálægt auglýsingunum gegn Degi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 17:30

Bolli Kristinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Bolli Kristinsson, verslunarmaður, segir það af og frá að hann hafi fjármagnað eða komið nálægt auglýsingaherferð gegn Degi B. Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóra, sem nú er í framboði til þings fyrir Samfylkinguna.

Auglýsingarnar vöktu talsverða athygli á dögunum og birtust í öllum helstu ljósvakamiðlum. Ábyrgamaður þeirra var Hilmar Páll Jóhannesson, sem staðið hefur í deilumálum við Reykjavíkurborg vegna lóða á Gufunesi og hefur ekki farið leynt með skömm sína á degi.

Slík auglýsingaherferð kostar þó drjúgan skildinginn, jafnvel upp undir 20 milljónir króna. Orðrómur var því uppi um að Hilmar Páll ætti sér fjárhagslegan bakhjarl og í ljósi þess að Bolli fjármagnaði áþekka auglýsingaherferð gegn Degi árið 2021, sem hann fékk verulega bágt fyrir, var hann talinn manna líklegastur.

Fjallað var um þá kenningu í Orðinu á götunni á DV fyrr í vikunni

Ég er ekkert viðriðinn þessar auglýsingar og því síður að ég greiði þær. Ég hef aldrei hitt eða talað við þennan Hilmar,“ segir Bolli og kveður orðróminn því kyrfilega í kútinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Í gær

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum

Bílabúð Benna lækkar verð á nýjum bílum
Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur