fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Bolli segist ekki hafa komið nálægt auglýsingunum gegn Degi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. nóvember 2024 17:30

Bolli Kristinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Bolli Kristinsson, verslunarmaður, segir það af og frá að hann hafi fjármagnað eða komið nálægt auglýsingaherferð gegn Degi B. Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóra, sem nú er í framboði til þings fyrir Samfylkinguna.

Auglýsingarnar vöktu talsverða athygli á dögunum og birtust í öllum helstu ljósvakamiðlum. Ábyrgamaður þeirra var Hilmar Páll Jóhannesson, sem staðið hefur í deilumálum við Reykjavíkurborg vegna lóða á Gufunesi og hefur ekki farið leynt með skömm sína á degi.

Slík auglýsingaherferð kostar þó drjúgan skildinginn, jafnvel upp undir 20 milljónir króna. Orðrómur var því uppi um að Hilmar Páll ætti sér fjárhagslegan bakhjarl og í ljósi þess að Bolli fjármagnaði áþekka auglýsingaherferð gegn Degi árið 2021, sem hann fékk verulega bágt fyrir, var hann talinn manna líklegastur.

Fjallað var um þá kenningu í Orðinu á götunni á DV fyrr í vikunni

Ég er ekkert viðriðinn þessar auglýsingar og því síður að ég greiði þær. Ég hef aldrei hitt eða talað við þennan Hilmar,“ segir Bolli og kveður orðróminn því kyrfilega í kútinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala