fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Erlend netárás var gerð á Bland.is – Fólk varað við

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. nóvember 2024 06:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þú fékkst tilboð og gafst upp kreditkortaupplýsingar skaltu tafarlaust hafa samband við viðskiptabankann þinn,“ segir í skilaboðum sem blasa við þegar farið er inn á Bland.is.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að erlend netárás hafi verið gerð á vefinn á fimmtudag í síðustu viku. Kristín Gestsdóttir, samskiptafulltrúi Sýnar, sem á og rekur Bland.is, segir við Morgunblaðið að einhverjir óprúttnir aðilar hafi fundið veikleika en búið sé að koma í veg fyrir vandann.

„Við virkjuðum viðbragðsáætlun okkar og öryggissérfræðingar okkar og frá Syndis gripu inn í,“ segir hún.

Á forsíðu Bland.is eru notendur beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þeir gætu hafa fundið fyrir síðustu daga.

„Sumir notendur fengu send fölsk tilboð í auglýsingar í þeim tilgangi að blekkja þá til að smella á hlekk og gefa upp kreditkortaupplýsingar. Við greiningu hjá okkar helstur öryggissérfræðingum kom í ljós að árásaraðilar höfðu fundið leið á síðunni til að senda tilboð til notenda án auðkenningar. Til að tryggja öryggi hefur auðkenning með rafrænum skilríkum verið tekin í notkun,“ segir í skilaboðunum.

Kristín segir að engar tilkynningar hafi borist um að notendur hafi hlotið fjárhagslegt tjón af árásinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“